Tvöföld vatnsheldni, sama öndun.

Snæfell Power Shield™ Pro jakki

Á leið í vinnu eða upp á fjall

Snæfell jakkinn hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega þegar þú ferð út með hundinn. Samspil vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunar gerir hann að jakka sem hentar þér í fjölmörgum aðstæðum.

Ný og endurbætt útgáfa af Snæfell skeljakkanum sem hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega í hvaða útivist sem er. Samspil aukinnar vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunnar gerir hann að jakka sem hentar vel við hinar ýmsu aðstæður.

Uppfærslan af hinum geysivinsæla Snæfell skeljakka, sem fyrst var framleiddur árið 2009, er nú framleiddur úr Polartec Bio Based Weather Protection efni sem er að hluta til unnið úr plöntum í stað jarðolíu og er án allra PFAS efna. Við þetta margfaldast vatnsheldni jakkans sem er nú  með 20.000 mm vörn gegn bæði regni og vind en hefur einnig einstaka öndunareiginleika.

Jakkinn er framleiddur úr Polartec® Power Shield Pro efni sem er eitt fremsta efnið á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. 20.000 mm vatnsheldni þýðir að hægt er að nota jakkann í mikilli úrkomu. Fyrir hreyfingu og útivist í fjölbreyttum veðurskilirðum er Snæfell jakkinn frábær kostur.

Siggi climbing

Snæfell jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar kemur að útivist á Íslandi. Ég vel hann framar öðru þegar ég er að fara í krefjandi göngur, ferðir á jökli eða þar sem ég þarf að verja mig fyrir vindi en halda í mikla öndunareiginleika. Jakkinn er sveigjanlegur og léttur, ég vel hann oft í hversdagsleikann útaf þægindum og útliti.

Siggi Bjarni
@siggiworld

Einangrun og skel

Jakki með mikið notagildi

Polartec® Power Shield™ Pro er með 20.000mm. vatnsheldni.

Öndunareiginleikar Power Shield™ Pro eru í kringum 20.000g/m2/24h.

Ný og endurbætt útgáfa af Snæfell jakkanum úr Polartec® Power Shield Pro efni sem er byltingarkennt að því leiti að það er vatnshelt (20.000 mm) en um leið andar efnið einstaklega vel, er létt og teygist vel. Jakkinn er því frábær fyrir alla hreyfingu og útivist í fjölbreyttu veðri. Efnið er að hluta til unnið úr plöntum í stað jarðolíu og er án allra PFAS efna og er því mjög umhverfisvænn kostur.

Tæknilegir eiginleikar

Einfaldur, klassískur, þægilegur


Vatnsheldur upp að 20.000 mm

Einstök öndun

Vindheldur

Límdir saumar

Eiginleikar

Sérmótuð hetta sem byrgir ekki sýn og rúmar hjálm undir.

Der á hettu fyrir aukin þægindi og vörn gegn sól og vætu. Snúrugöng við hálsmál til að aðlaga snið.

Aukaloftun í gegnum vasa.

Sérmótaðir olnbogar fyrir góða hreyfigetu.

Síðara snið á aftari helming jakkans.

Kortavasi á vinstri ermi, nýtist fyrir skíðapassa.

Renndur innanverður vasi og snúrugöng í faldi.

Polartec® Power Shield™ Pro efni: 53% Nylon, 47% Polyester.


Snið og stærð

Fullkominn yfir grunn- og miðlag

Hönnun jakkans er látlaus og sígild, meðal eiginleika jakkans eru öndunarop í gegnum vasa, sérmótaðir olnbogar og að jakkinn er síðari að aftan en framan. Það sem er sérstakt við Snæfell er að jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið. Það gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum sauma er lágmörkuð, sniðið fellur einkar vel að líkamanum og fullnýting efnisins er hámörkuð.

Snæfell kemur í stærðum XS-2XL og er hannaður til þess að geta klæðst grunn- og miðlagi undir. Við mælum með því að panta þá stærð sem þið eruð vön að nota, en fyrir þá sem eru á milli stærða er ráðlagt að panta stærð neðar.

Rýnt í smáatriðin

Chris Burkard | Umsögn

Umhirða

Rétt umhirða tryggir einstaka endingu

Mælt er með því að þvo Snæfell reglulega í þvottavél, með slíkri umhirðu endist efnið og eiginleikar þess betur. Sama gildir um aðrar flíkur úr Polartec® Power Shield™. Mælt er með reglulegum þvotti til þess að sporna gegn uppsöfnun óhreininda og fitu sem safnast fyrir innan í jakkanum með reglulegri notkun. Ef slík óhreinindi eru látin liggja í efninu geta þau haft áhrif á gæði vatnsheldu filmu jakkans og minnkað getu hans til að verjast vatni.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir skelfatnað, en venjuleg mild sápa er einnig í lagi. Rennið upp öllum rennilásum og tæmið alla vasa. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Ekki má setja jakkann í þurrhreinsun. Eftir þvott, hengið þá jakkann til þerris, eða setjið í þurrkara við mjög lágt hitastig.

Sé jakkinn notaður af og til, þá dugar að þvo jakkann einu sinni í mánuði. Fyrir mikla notkun, þá er mælt með þvotti á tveggja vikna fresti.