Kría

Afgangsefni í aðalhlutverki

Kríu-línan okkar er gerð úr endurunnu Polartec flísefni sem féll til við framleiðslu síðustu ára. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er. 

Með því að nýta afgangsefni sköpum við ekki einungis farveg fyrir fullnýtingu þeirra hráefna sem við notum í fatnaðinn okkar, heldur opnum við samtímis á fjölda af áhugaverðum möguleikum þegar kemur að hönnun. Fjölbreyttar litasamsetningar Kríu línunnar eru gott dæmi um slíkt, en litafletir línunnar endurspegla liti sem við höfum unnið með síðustu ár. Vörulínan er framleidd í verksmiðjum okkar. 

Kría línan hentar fyrir börn á öllum aldri og er fullkomin fyrir íslenskt veðurfar, innanundir regnfatnað eða eitt og sér á svölum íslenskum sumardegi.  

„Í ár vildum við gefa Kríu barnalínunni okkar hátt undir höfði og stækka hana svo börn á öllum aldri geti notað hana. Í áratugi hefur Kríu ungbarna flísgallinn, flísjakkinn og buxurnar verið undirstaðan í fatnaði íslenskra ungabarna og fannst mér því tilvalið að Krían fái tækifæri til að stækka með barninu. Því hefur bæst við hálfrennd flíspeysa, flísvesti og flísbuxur við línuna fyrir börn frá 2–14 ára eða í stærðum 92-164.  

Litagleðin fékk að njóta sín þar sem við reynum að nýta okkar efni eins vel og hægt er og því voru afgangsefni úr eldri Kríu-línum nýttar í þessa línu sem endurspeglar okkar skuldbindingu til hringrásar og minni sóunar. Efnin eru einnig úr 100% endurunnum polyester frá Polartec, virtum efnaframleiðanda sem við höfum unnið með í áratugi.“

- Rakel Sólrós Jóhannsdóttir, hönnuður hjá 66°Norður. 

Nýjar vörur

Kría krakkar

Nýjar vörur

Kría ungbörn