Grandi

Vinnufatnaðurinn endurvakinn

Í yfir sex áratugi hefur 66°Norður framleitt vandaðan vinnu- og hlífðarfatnað sem hentar til vinnu úti á sjó og í landi. Yfir þennan langa tíma hefur skapast rík arfleifð sem hefur að geyma ótal flíkur sem framleiddar hafa verið í gegnum tíðina.

Granda línan er innblásin af vinnufatnaði sem notaður var til vinnu í t.d. slippnum og í verksmiðjum vítt og breytt um Ísland um miðja síðustu öld.

Sagan á bakvið nafnið

Nafnið kemur frá fyrrum miðstöð fiskiðnaðar í Reykjavík, Grandanum. Línan er framleidd úr slitsterkri bómull og er saumuð með hvítum tvinna, sem gefur þessum klassíska vinnufatnaði skemmtilega nýja nálgun."

Nýjar vörur

Grandi vörulína