Dyngja ullarlína

Dyngja

Dyngja ullarvörulínan er framleidd á Íslandi og gerð úr ullarblöndu sem inniheldur íslenska ull og mohair. Vörulínan samanstendur af peysu, stuttri peysu, húfu, lambhúshettu og trefli.

Mynstrið er búið til úr sama jöklamynstri og má finna á Dyngju dúnúlpunum og dúnvestunum sem framleitt var í takmörkuðu magni. Mynstrið er búið til úr myndum sem voru teknar af íslenskum jöklum af ljósmyndaranum Benjamin Hardman.

Íslenska ullin í Dyngju vörunum kemur frá sauðfjárbændum. Þaðan er hún send í þvottastöð Ístex á Blöndósi að lokum í Ístex í Mosfellsbæ. Bandið fer svo spunnið til Varma í Reykjavík þar sem það er prjónað úr því, það þvegið, sniðið og að lokum er flíkin saumuð saman. Kolefnisfótsporið er því einstaklega lágt.

Íslenska ullin

Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu og norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstökum eiginleikum. Hún er létt og heldur virkilega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni. Sauðkindin sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á

grasi sem vex á ónsortnu landi. Sérstaða íslenska ullarinnar liggur í því að hún skiptist í tog og þel.

Aðeins örfá sauðfjárkyn af þeim hundruðum sem til eru í heiminum í dag eru með slíka tveggja hára uppbyggingu sem gefa okkur hennar frábæru einangrunar eiginleika. Á Íslandi eru um 500 þúsund fjár og öflugt eftirlit er með aðbúnaði þeirra. Féið gengur ekki auðveldlega úr reyfinu og því er rúningur mikilvægur hluti af velferð sauðfjársins, en flest fjárbú rýja á haustin á vorin.

Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. 

Framleitt á Íslandi

Ullin kemur frá sauðfjárbændum í þvottastöð Ístex á Blöndósi og þaðan í spunaverksmiðju Ístex í Mosfellsbæ. Bandið fer svo spunnið til Varma í Ármúla 31 í Reykjavík. Í verksmiðju Varma prjónum við úr bandinu, þvoum, ýfum, sníðum og saumum fullgerðar vörur. Kolefnisfótsporið er því einstaklega lágt.

Varma hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri ullarvöru á Íslandi frá því að fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 1982.

Í dag erum við staðsett í miðri Reykjavík, en það er orðið fáheyrt í dag að slíkur iðnaður sé starfræktur í þessum hluta heimsins. Við erum að því leiti algjörir geirfuglar og erum stolt af því. Aðal hráefnið okkar, íslenska ullin, er unnin og úr henni framleitt í upprunalandi sínu. Við trúum á þesskonar verðmætasköpun. Við sköpum störf á íslandi, eflum mannlífið og síðast en ekki síst berum við virðingu fyrir náttúrunni.

Ullin var lengi vel ein aðal útflutningsvara Íslendinga og það er okkur mikill heiður að standa vörð um söguna, þetta einstaka hráefni og íslenska framleiðslu.

Vörulína

Dyngja