UN Women á Íslandi og 66°Norður styðja konur á flótta í Úkraínu

UN Women á Íslandi og 66°Norður, í samstarfi við úkraínsku listakonuna Iryna Kamienieva, hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til verkefna UN Women í Úkraínu. Aðstandendur átaksins afhentu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni styrktarbol á Bessastöðum nú á dögunum þar sem samstarfsverkefnið var kynnt.

Aðstandendur verkefnis. Í fremstu röð má sjá Helga Rúnar Óskarsson og Bjarneyju Harðardóttur, eigendur 66°Norður ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og hönnuði bolsins, Irynu Kamienievu.

Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Iryna Kamienieva - Ірина Камєнєва. Iryna er nýkomin til Íslands frá Úkraínu og segir hún að bolurinn sé samsettur af þjóðlegum Vyshyvanka mynstrum sem verndar gegn öllu illu fyrir þann sem klæðist þeim og ljóði eftir úkraínsku skáldkonuna Lesia Ukrainka. „Við bjuggum til mynstur fyrir styrktarbolina á grundvelli hefðbundinna úkraínskra útsaumsmynstra til að leggja áherslu á markmið herferðarinnar, vernd og hjálp. Tilvitnunin á bakhliðinni kemur úr ljóðinu „Contra Spem Spero“ eftir úkraínsku skáldkonuna Lesiu Ukrainka.

Hún er skýrt dæmi um sterka úkraínska konu og ljóðið sjálft er birtingarmynd vonar, sem lýsir lönguninni til að lifa, brosa og starfa þrátt fyrir biturleika lífsins og hvers kyns erfiðleika sem þar koma fram. Þessir tveir þættir, mynstrið og ljóðið, endurspegla ekki aðeins fegurð úkraínskrar menningar og anda heldur minnir okkur líka á að með von getum við sigrað allt illt. Í dag, þegar illskan hefur fengið sína mynd og konur eru orðnar eitt af skotmörkum þess, trúum við á mikilvægi þess að styðja þær og hjálpa þeim að sigrast á hryllingi stríðsins.“

Stella Samúelsdóttir; framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi, Þórdís Claessen, Iryna Kamienieva og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, við afhendingu bolsins.


Forsala - Afhendingartími er 8-10 vikur.

Allur ágóði af sölu bolsins rennur til verkefna UN Women í Úkraínu.