Beðið eftir sumri síðan 1926

Sumargjöfin er 66°Norður

Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti marki skil sumars og veturs í dagatali landsmanna, þá má með sanni segja að vanalega sé lítil ástæða til að rífa fram sumarflíkurnar úr fataskápnum alveg strax. Íslendingar láta þó kuldalega „fyrstu daga sumarsins“ lítið á sig fá og fagna gjarnan komu árstíðarinnar utandyra, sama hvernig viðrar.

Vorveður ársins í ár hefur einmitt verið gott dæmi um hvernig veturinn kveður okkur með trega og ætlar sér ekki að sleppa okkur svo auðveldlega. Þó svo sumarveðrið sjálft láti stundum bíða eftir sér, markar dagurinn tímamót í hugum landsmanna; grillin eru tekin út, trampólín eru sett upp, og aukið líf færist á götur bæjarins.

Sumargjöfin er 66°Norður

Hugmyndir að sumargjöf

Töskur á 20% afslætti