Choose your shipping destination to see the products available in your location

Soulland Meets 66ºNorth

Soulland og 66°Norður hafa nú í annað sinn tekið höndum saman og hannað vörulínu. Hún samanstendur af 12 vörum, flíkum og aukahlutum og er viðbót við skeljakkana sem komu út í fyrrahaust.

Soulland er fatamerki frá Kaupmannahöfn sem var stofnað fyrir um 12 árum af Silas Adler yfirhönnuði merkisins. Vörur þeirra má í dag finna í mörgum af helstu tískuverslunum heims. Soulland hefur unnið mörg skemmtileg samstarfsverkefni undanfarið með merkjum eins og t.d. Nike þar sem þeir gerðu strigaskó og fatnað.

“Það er heiður að koma með aðra vörulínu í samstarfi við 66°Norður. Við höfum getað sett áherslu á sameina sterkt vörumerki og þekkingu 66°Norður við forvitnina sem við höfum að leiðarljósi hjá Soulland”
– Silas Adler, Soulland CD

Við erum mjög spennt fyrir nýju vörulínu Soulland meets 66°North en þetta er önnur línan sem við gerum í samstarfi við Soulland. Þetta sam­starf er dæmi um hvernig við erum stöðugt að þró­ast og vinna með framúrsk­ar­andi efni. Við rek­um okk­ar eig­in verk­smiðjur í Lett­landi sem ger­ir okk­ur kleift að þróa og fram­leiða jakka sem þessa sem eru tækni­lega mjög flókn­ir í fram­leiðslu. Jakk­arn­ir eru byggðir á Snæ­fell og Hvanna­dals­hnjúk jökk­un­um okk­ar sem voru m.a. þróaðir í sam­vinnu við und­an­fara í björg­un­ar­sveit.“
- Helgi Rún­ar Óskars­son, for­stjóra 66°Norður .