Snjódrífurnar klífa Hvannadalshnúk

LjósmyndirÞráinn Kolbeinsson
TextiLífskraftur

Sunnudaginn 2. maí sl. lögðu 126 konur af stað í Lífskraftsgöngu upp á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, eða Kvennadalshnúk eins og hann er kallaður í þessu verkefni. Hópur vaskra kvenna, sem kalla sig Snjódrífurnar, gengu í 14-16 tíma til stuðnings uppbyggingar á nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum.

Sirrý Ágústsdóttir er upphafsmanneskja átaksins, en hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Á síðastliðnu ári fékk Sirrý vinkonur sínar, Snjódrífurnar, til að fagna þessum tímamótum með sér og gengu þær yfir Vatnajökul og söfnuðust 6 milljónir króna enn vantar smá upp á til að ná markmiðinu.

Markmiðið var að safna áheitum fyrir bættum aðbúnaði og upplifun sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma á nýrri lyflækningadeild Landspítalans. Á þessari nýju deild munu kraftar og stuðningur styrktarfélaganna Lífs og Krafts skipta sköpum en félögin eru Sirrý mjög kær.

Að ganga á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, er lengsta dagsferð í óbyggðum Evrópu, eða 25 km og 2110 metra hæð. Leiðangursstjórar í hnúksgöngunni voru ofur Snjódrífurnar Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Sóttvarnarreglum var fylgt eftir í hvívetna á göngunni og voru konur skráðar í viss sóttvarnarhólf. Hver lína var leidd af jöklaleiðsögukonu og í hverri línu voru 6 konur.

Snjódrífurnar

Konur
2 samsetningar
Konur(3 útgáfur)
Karlar(3 útgáfur)