Choose your shipping destination to see the products available in your location

Janne og Wouter ásamt syni sínum og dóttur
Að verða Vestfirðingur

Simbahöllin

Myndband og MyndirÞorsteinn Roy & Benjamin Hardman
TextiBenjamin Hardman
Staðsetning65°52'30.2"N 23°29'17.5"W

Það sem í augum flestra er staður við ystu mörk var í huga Wouters og Janne fullkominn staður til að stofna heimili.

Þingeyri

Norðvesturhorn landsins. Þar sem fjöllin mæta fjörðunum við jaðar heimskautsbaugsins. Það sem í augum flestra er staður við ystu mörk var í huga Wouters og Janne fullkominn staður til að stofna heimili.

Wouter og Janne kynntust í Reykjavík árið 2005 eftir að hafa hvort um sig flutt til Íslands til að ferðast og stunda nám. Það leið ekki á löngu áður en þau byrjuðu að ferðast saman um landið og fóru til Vestfjarða. Þau urðu fljótt yfir sig hrifin af litlu sjávarþorpunum og hægum takti lífsins í fjörðunum. Það var einkum einn staður sem fangaði hjörtu þeirra, litla þorpið Þingeyri, þar sem þau tóku eftir niðurníddu húsi í miðju bæjarins.

Húsið heitir Simbahöllin. Það var í sérlega slæmu ástandi þegar þau fundu það og flestum fannst því ekki vera viðbjargandi. Wouter og Janne sáu hins vegar frábært tækifæri til þess að skapa eitthvað einstakt, fyrir aðeins 2.500 krónur. Það var hér sem líf þeirra saman á Vestfjörðum hófst.

Þau settust niður með okkur til að segja frá því hvernig það var að aðlagast vestfirsku samfélagi og söguna af húsinu sínu, Simbahöllinni.

Flutt inn til Íslands árið 1915, Simbahöllin hefur gengt mörgum hlutverkum.

Simbahöllin er norskt timburhús, flutt inn til Íslands árið 1915 af kaupmanninum Sigmundi („Simba“) Jónssyni. Húsið fékk viðurnefnið „Simbahöllin“ þegar þetta stóra fjögurra hæða hús reis á miðri Þingeyri.

Í Simbahöllinni, eða Sigmundarbúð, var starfrækt verslun frá 1916 til 1970, þegar Sigmundur og konan hans Fríða fluttu til Reykjavíkur. Sigmundarbúð seldi alls kyns matvöru og aðrar vörur: hveiti, sykur, egg og kjöt ásamt fatnaði, tölum, stígvélum, veiðigöllum og að sjálfsögðu hinum frægu karamellustöngum. Fólk talar enn um karamelluna en upprunalega uppskriftin er því miður glötuð.

Síðan Sigmundarbúð hætti rekstri hefur Simbahöllin gegnt mörgum ólíkum hlutverkum. Húsið hefur hýst vídeóleigu, raftækjaverslun og það sem kannski er eftirminnilegast; gamla, rykuga bókabúð í kvikmynd Dags Kára, Nói Albínói (2003). Eins og Dagur sagði sjálfur þegar við heyrðum í honum: „Húsið var fullkomin sviðsmynd þar sem það stóð þarna eins og draugahöll, alveg í miðjunni.“

„Við höfum haldið upprunalegum innréttingum hússins eins og þær voru, þar með talið gömlu hillunum þar sem kaupmaðurinn geymdi hveiti, krydd og aðra verslunarvöru. Við fundum líka og varðveittum upprunalegu bækurnar þar sem pantanir og reikningar viðskiptavina voru skráð.“

„Okkur langaði mest af öllu að skapa eitthvað sem væri hluti af stærra verkefni og leggja okkar af mörkum fyrir framtíð Þingeyrar.“

„Þegar við uppgötvuðum hversu vel varðveitt upprunalega verslunin og innra rýmið var, áttuðum við okkur á því að húsinu þyrfti að deila með samfélaginu og breyta í almennt rými þar sem saga hússins og nýir menningarviðburðir gætu farið saman. Eftir að hafa tekið gamla verslunarhúsnæðið algerlega í gegn varð það fullkomið pláss fyrir huggulega kaffihúsið okkar og þegar við lærðum að baka belgískar vöfflur og sjóða sultu úr rabbarbaranum sem vex í dalnum, small þetta allt saman. Okkur langaði mest af öllu að skapa eitthvað sem væri hluti af stærra verkefni og leggja okkar af mörkum fyrir framtíð Þingeyrar.“

Á síðdegisgöngu um Þingeyri er ekki komist hjá því að taka eftir þessu fallega húsi í miðju bæjarins, það er augljós að verk þeirra hefur sannarlega haft áhrif. Á leiðinni upp stigann í íbúðina þeirra fyrir ofan kaffihúsið sést strax að þau bera mikla umhyggju fyrir upprunalegri hönnun hússins, þar sem notaleg og fábrotin fagurfræðin sem ríkir á kaffihúsinu fylgir manni upp. Svo virðist sem ein leið til að verða að Vestfirðingum hafi verið að sökkva sér í söguna, ekki bara af Simbahöllinni þeirra, heldur sögu menningar Vestfjarða og Íslands í heild sinni. Þar sem hann horfði út um eldhúsgluggann á fiskibátana leggja að bryggju sagði Wouter okkur frá sjávarútvegi í þorpinu, bæjarskipulaginu og nýja verkefninu hans sem er að byggja útiskemmtisvæði og listainnsetningu sem bæjarbúar geta notið.

Þar sem þau búa á afskekktu svæði lærðu þau fljótlega tungumálið og tala nú bæði reiprennandi íslensku. Það var áhugavert að verða vitni að samspili tungumálanna þegar þau tala við börnin sín tvö, Frosta og Fríðu. Þau deila sín á milli gríðarlega fjölbreyttri blöndu af flæmsku, dönsku, íslensku og ensku sem flæðir áreynslulaust.

Þegar við förum með fjölskyldunni í nærliggjandi dal, Brekkudal, verður fljótt ljóst hversu vel sveitalífið á við þau. Við komum að appelsínugula, sérsmíðaða hesthúsinu hans Wouters þar sem sést yfir að hæstu tindum Vestfjarða. Hann stendur fyrir hestaferðum á sumrin þar sem ferðamenn fá tækifæri til að ríða eftir strandlengju Dýrafjarðar og upplifa friðsælt og róandi umhverfi fjarðarins. 

Það er virkilega upplífgandi að heyra hversu mikil áhrif kaffihúsið þeirra hefur haft á Þingeyri. Ekki aðeins er Simbahöllin orðin að vöffluhúsi og fyrsta alvöru kaffihúsi bæjarins, heldur er þar líka starfrækt listamiðstöð og sjálfboðaliðaprógram fyrir ferðamenn sem vilja dvelja aðeins lengur á Vestfjörðum.

Að verða að Vestfirðingi er ekki átakalaust. Dimmir vetur, afskekkt staðsetning og öfgafullt íslenskt veður sem getur grafið þorpið í snjó er allt hluti af daglegu lífi. Þegar það fer saman með smábæjarstemmningu og sterku samfélagi í þorpi á borð við Þingeyri, áttu sannarlega í vændum spennandi lífsstíl. Það er augljóst að Janne, Wouter og börnin þeirra hafa fundið draumauppskriftina að fjölskyldulífi á Vestfjörðum; sína eigin útgáfu af fullkomnu jafnvægi. 

Hverju skal klæðast

Janne og Wouter

Konur
3 samsetningar
Konur(3 útgáfur)
Karlar(3 útgáfur)
Börn(1 útgáfur)
Look 01Look 02Look 03
Alhliða Polartec® NeoShell® jakki
SnæfellAlhliða Polartec® NeoShell® jakki
68.000 ISK
Litur
Polartec® Power Dry® hálfrennd peysa
GrettirPolartec® Power Dry® hálfrennd peysa
15.000 ISK
Litur
Polartec® NeoShell® buxur
SnæfellPolartec® NeoShell® buxur
49.000 ISK
Litur