Go to content
Innskráning
Elín Metta Jensen

Með mótvindinn í bakið

Með mótvindinn í bakið

Knattspyrna spilaði snemma stórt hlutverk í lífi Elínar Mettu Jensen. Elín hafði eytt mörgum stundum með pabba sínum niðri á velli áður en hún byrjaði að æfa fótbolta hjá Val, aðeins fimm ára gömul.

Þrátt fyrir að fyrsti leikur Elínar hafi að mestu farið í að æfa handahlaupatilburði á hliðarlínunni, þá komu knattspyrnuhæfileikarnir fljótlega í ljós og í dag er hún ein fremsta íþróttakona Íslands. Hún hefur spilað lykilhlutverk í knattspyrnuliði Vals og íslenska landsliðinu síðustu ár, en til hliðar við spilamennskuna stundar Elín nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Það er ekki algengt að læknisfræðinemar spili knattspyrnu í heimsklassa samhliða náminu. Að halda báðum boltum á lofti getur reynst krefjandi verkefni, sér í lagi þar sem lesefnið í læknisfræðinni er þekkt fyrir að vera einstaklega víðtækt og tímafrekt í yfirferð. 

Elín hefur þó með aðdáunarverðum hætti sinnt báðum verkefnum af mikilli elju.

„Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar. Svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig einhverju og ert að leggja ótrúlega mikla vinnu í það"

„Þú kemst ekki neitt ef þú ert ekki með drauma eða markmið. Þú verður að stefna eitthvert.“

Elín Metta hefur ekki alltaf spilað með vindinn í bakið. Í lok ársins 2016 lést faðir hennar eftir erfiða baráttu við krabbamein og við tók tími sem mótaði að miklu leyti hvernig hún forgangsraðar hlutunum í dag. Hún segist þó sátt í dag við hvernig hún sneri ástandinu sér í hag.

„Þó svo þetta hafi verið ótrúlega erfiður tími í mínu lífi, þá einhvern veginn var þetta ljósið sem að leiddi mig svolítið áfram, eitthvað markmið sem ég hafði.”

Að stunda knattspyrnu utandyra á Íslandi getur verið skrautlegt, en vot- og hvassviðri, óútreiknanlegar snjókomur og bítandi frost er eitthvað sem allar íslenskar knattspyrnukonur og knattspyrnumenn kannast vel við.

Kuldalegt veðurfar veldur því einnig að sjálfan þjóðarleikvanginn í Laugardal þarf að hita upp með þar til gerðum búnaði til að undirbúa hann fyrir leiki að vori til.

„Ég man að einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var fyrsta maí! Þjálfarinn hrópaði ”Út! Út að moka! Veðrið hérna er náttúrulega bara eitthvað fáránlegt.“

Það má þó gera sér í hugarlund að slíkar aðstæður spili mikilvægt hlutverk í því að styrkja þol og úthald íslensks íþróttafólks fyrir krefjandi aðstæðum. Elín talar sjálf um hvernig ólíkt veðurfar veturs og sumars hefur áhrif á hana.

„Sumarið er alveg yndislegt og bjart nánast allan sólarhringinn og svo veturnir svona dimmir, kaldir, þungir, erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur og ég held að það hafi klárlega áhrif á bæði hvernig við hugsum og bara almennt viðhorfið til lífsins.“

„Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar - það bara fylgir þessu."

Uppáhalds flíkur Elínar | Dömu

Konur 1/15
Konur 2/15

Blær

14.900 ISK
Konur 3/15

Bankastræti

22.000 ISK
Konur 7/15

Esja

65.000 ISK
Konur 8/15
Konur 9/15
Konur 10/15
Konur 11/15
Konur 12/15
Karlar 13/15

Staðarfell

4.900 ISK
Karlar 14/15
Konur 15/15

Uppáhalds flíkur Elínar | Herra

Karlar 1/12
Karlar 2/12

Blær

14.900 ISK
Karlar 3/12

Bankastræti

22.000 ISK
Karlar 7/12
Karlar 10/12
Karlar 11/12
Karlar 12/12
NORÐUR sögur

Haltu áfram að lesa

Á hæsta tindi Íslands

Eydís María Ólafsdóttir ólst upp við að heyra sögur af afa sínum uppi á Hvannadalshnjúk með vinum sínum þar sem þeir höfðu tekið með sér stóran stiga sem þeir komu fyrir á toppnum, svo þeir gætu örugglega verið hæstir allra Íslendinga. Það að sjá þessar myndir af afa kveiktu löngun Eydístar til að komast þangað upp.

Elísabet Margeirs

Árið 2018 varð Elísabet Margeirsdóttir fyrsta konan í heiminum til að klára 400 kílómetra Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum. Fimmtán árum áður hafði hún ekki getað ímyndað sér að hún ætti eftir að verða einn besti langhlaupari Íslands, eins og hún er í dag.

Á hæsta tindi Íslands

Eydís María Ólafsdóttir ólst upp við að heyra sögur af afa sínum uppi á Hvannadalshnjúk með vinum sínum þar sem þeir höfðu tekið með sér stóran stiga sem þeir komu fyrir á toppnum, svo þeir gætu örugglega verið hæstir allra Íslendinga. Það að sjá þessar myndir af afa kveiktu löngun Eydístar til að komast þangað upp.

Elísabet Margeirsdóttir

Árið 2018 varð Elísabet Margeirsdóttir fyrsta konan í heiminum til að klára 400 kílómetra Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum. Fimmtán árum áður hafði hún ekki getað ímyndað sér að hún ætti eftir að verða einn besti langhlaupari Íslands, eins og hún er í dag.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK