Kría vörulína

Sígild hönnun

Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum.

Kríu flísgalli

Kríu flísgallinn er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan.

Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.

Sturla Snær Snorrason, keppandi á vetrarólympíuleikunum í Peking 2022.

Íslensku keppendurnir á vetrarólympíuleikunum í Naganó 1998.

Til hægri: Kristinn Björnsson.

Kría vörulína

Kría vörulína