66°North x HEIMPLANET

Nú geta rokið og rigningin loksins verið úti

LjósmyndariBenjamin Hardman
TextiBenjamin Hardman

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað ég átti eftir að upplifa í þessu tjaldi næstu árin, allt frá 100 km/klst roki til jökulkaldra snjóstorma, en eitt var á hreinu; tjaldið mitt veitti mér alltaf skjól fyrir veðrinu“.

66°Norður x HEIMPLANET x Benjamin Hardman

HEIMPLANET og 66°Norður kynntust í gegnum sameiginlega vin, ljósmyndarann Benjamin Hardman. Benjamin hefur notað fjölbreyttan útivistarfatnað 66°Norður í óútreiknanlegri íslenskri veðráttu ásamt því að sofa óteljandi margar nætur á Íslandi í uppblásanlegu tjaldi frá HEIMPLANET. Það var því full ástæða til að skoða samstarf og hanna í sameiningu eitthvað algerlega sérstakt fyrir íslenskar aðstæður, tjald sem myndi þola veðráttuna á hjara veraldar.


Í starfi mínu sem náttúruljósmyndari á Íslandi eyði ég miklum tíma utandyra á afskekktum stöðum á íslenska hálendinu. Þar er tjaldið mitt heimili og athvarf frá veðri og vindum norðurskautsins og þægilegur staður innan um gróft eldfjallalandslagið. Sumarið 2017 fór ég að kanna betur hálendi Íslands. Á stað þar sem það að tjalda er oft eina leiðin til að flýja veðrið yfir nótt. Ég hafði þá þegar búið á Íslandi í tvö ár, en átti eftir að kanna þennan landshluta þar sem ég hafði ekki enn haft tök á því að fara svo langt út í óbyggðirnar. Loksins var ég tilbúinn og eftir margar svefnlausar nætur í leit minni að fullkomnum tjaldbúnaði rakst ég á HEIMPLANET.

HEIMPLANET er með aðsetur í Þýskalandi og hannar og framleiðir mjög einstök og áberandi tjöld með því að nota uppblásna ramma í stað hefðbundinna tjaldstanga. Tjaldið er gríðarlega vel hannað, með ótrúlega snöggan uppsetningartíma og nægu plássi til að láta mér líða eins og heima hjá mér. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað ég átti eftir að upplifa í þessu tjaldi næstu árin, allt frá 100 km/klst roki til jökulkaldra snjóstorma, en eitt var á hreinu; tjaldið mitt veitti mér alltaf skjól fyrir veðri. Fimm árum og ótal minningum síðar er Cave-tjaldið enn uppáhalds tjaldbúnaðurinn minn.

Þar sem veðrið á Íslandi er mjög óútreiknanlegt og getur skollið á óveður án nokkurs fyrirvara er lykilatriðið að eiga sterkan og áreiðanlegan búnað. Þar sem hægt er að upplifa allar fjórar árstíðarnar á einum degi hérna á Íslandi þá átti ég mér þann draum að búa til íslenska fok- og vatnshelda útgáfu af Cave tjaldinu. Heilsárs Cave, sem er útbúið fullkomnu fok- og vatnsheldu burðarvirki, stærra gólfrými fyrir myndavélabúnaðinn minn og plássi fyrir tvo til þrjá einstaklinga, gerir tjaldupplifunina á hálendinu enn betri.

Í hugmyndavinnunni með teyminu hjá 66°Norður gáfum við okkur tíma í að skoða sögu neyðarskýla á Íslandi. Í landi þar sem stormar eru svo kröftugir að byggingar geta bókstaflega færst til á grunni sínum eru neyðarskýli algjör nauðsyn, sérstaklega á afskekktum stöðum. Við áttuðum okkur á að neyðarskýlin eiga það öll sameiginlegt að vera í áberandi appelsínugulum lit. Það myndar skarpa andstæðu við víðfeman dal grænna sumarlita og hreinan hvítan vetrarsnjóinn. Sama hvaða árstíð er, þú munt alltaf finna það.

Þetta fyrsta flokks tjald sameinar hönnun 66°Norður og tækni HEIMPLANET og þarf aðeins eina handpumpu til að tjalda því á innan við mínútu. Cave XL-tjaldið býr yfir sérhæfðum eiginleikum (XYZ) og var hannað sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Það að tjaldhimininn nái alveg niður á jörðina er spennandi viðbót fyrir mig, sem gefur aukna vörn gegn hinum klassísku íslensku stormum þar sem einhvern veginn rignir og snjóar upp á við. Já það er rétt skilið, á Íslandi getur rignt upp frá jörðinni, takk kæri vindur!

Cave XL er með stóru 5m2 gólfrými sem þýðir að það er nóg pláss fyrir 2-3 manna áhöfn og allan búnað þeirra, en pakkast niður í 30L poka. Tjaldið eru hinar fullkomnu grunnbúðir fyrir ævintýri eða leiðangra á bílum, þar sem þú hefur kost á að draga búnaðinn þinn á kerru eða sleða. Á veggjunum í innra tjaldinu eru fullt af geymslumöguleikum til að halda skipulagi á búnaðinum þínum, auk hólfs á þakinu sem mér finnst gaman að nota sem ljósgjafa fyrir tjaldið með höfuðljósinu eftir að hafa komið mér fyrir inni. Rúmgott anddyri við innganginn býður upp á pláss fyrir skóbúnað og aðra nytjahluti.

Það eru tvær gerðir af pumpum í boði, tvívirk gólfpumpa og ein minni pumpa. Hægt er að festa pumpuna við tjaldið og blása allt burðarvirkið upp án þess að færa sig um tjaldið. Þó að súlurnar séu samtengdar, skiptist tjaldið upp í nokkur hólf sem er hægt að loka af.

Sama hvernig viðrar, þú munt alltaf finna tjaldið

"Þar sem veðrið á Íslandi er mjög óútreiknanlegt og getur skollið á óveður án nokkurs fyrirvara er lykilatriðið að eiga sterkan og áreiðanlegan búnað.“