Flot línan

Sjálfbær lína innblásin af sjófataarfleifðinni okkar

66°Norður var stofnað fyrir næstum 100 árum. Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var sá að framleiða klæðnað sem verndaði þá sem sóttu sjóinn. Klæðnaður sjómanna var oftar en ekki spurning um líf og dauða þegar tók að kólna og hvessa á miðunum. Í dag leggur fyrirtækið áherslu á sjálfbærni og því má segja að hvatinn á bak við starfsemi fyrirtækisins frá stofnun, sem var sá að vernda sjómenn, hafi nú þróast í það að vernda jörðina næstu 100 árin.

Flot línan sækir innblástur í arfleifðina og byggir á gamalli hönnun á björgunarfatnaði, svokölluðum flotjakka og flotgalla. Línan er framleidd úr Seaqual efni, en það er úr 100% endurunnu polyester garni sem er búið til úr plasti sem hirt hefur verið af sjávarbotni. Þessi nýja lína sameinar því fortíð og framtíð tæknilegs hlífðarfatnaðs hjá 66°Norður.

Nafn línunnar er tilvísun í flotjakkann og flotgallann sem við framleiddum áður. Nýja línan byggir í raun að stórum hluta á eingangruninni úr þeim flíkum, en þær eru vatteraðar og léttar. Flot línan samanstendur af kápu, samfestingi, skyrtujakka og vesti.

Rætur okkar liggja í hönnun og framleiðslu á vinnu- og sjófatnaði. Í Flot línunni sameinum við þá arfleifð og aukna áherslu okkar á sjálfbærni og notagildi í fatnaði sem hentar lífstílnum hér


Flot heilgalli

Flot heilgallinn sækir innblástur í einangrunarlag björgunarfatnaðs sem 66°Norður framleiddi áður fyrr. Við hönnun gallans var leitast við að hann héldi sínu upprunalega útliti.

Gallinn er framleiddur úr Seaqual, sem er úr 100% endurunnu polyester. Gallinn er einangraður með örtrefjafyllingu og er einstaklega hlýr. Tveir stórir vasar eru að framan og belti í mitti.

NORÐUR tímarit | „Þýðir ekkert að snúa við”

„Ég hef alltaf verið mikið fyrir útivist, frá því ég var mjög ung. Ég er frá Þingeyri við Dýrafjörð og þar var ekkert bíó eða neitt þegar ég var að alast upp, þannig að ég var stöðugt á skíðum og skautum eða uppi um fjöll og firnindi sem krakki. Þannig hefur það verið síðan.“

Guðrún Sveina Jónsdóttir er sífellt á ferðinni og þakkar góðri heilsu reglulegri hreyfingu og útivist. “Það þýðir ekkert að snúa við, bara að halda áfram. Bara drífa sig af stað.”

Lesa söguna

Sjálfbær lína innblásin af sjófataarfleifðinni okkar

Flot línan

Flot bomber jakki

Flot bomber jakkinn sækir í arfleið 66°Norður og byggir á gamalli hönnun á björgunarfatnaði fyrir sjómenn. Jakkinn er einangraður með örtrefjafyllingu og er einstaklega hlýr.

Tveir stórir vasar.