Fatnaður fyrir íslenskt veðurfar

Klár í rigninguna?

YfirhafnirPeysur og buxurUngbörn

Við höfum verið sjóklæðagerð í nærri öld. Á þeim tíma höfum við lært hitt og þetta um hvernig á að halda þurru. Því höfum við tekið saman flíkur sem henta vel fyrir leiki og brölt í íslensku veðurfari.

Mímir

Mímir er vind- og vatnsheld pollafatalína fyrir börn úr hágæðaefni sem er til í fjórum litum og kemur í stærðum 86 - 128. Mímir pollajakkinn hefur endurskinsmerki á ermum, baki og að framanverðu. Hann er renndur að framan með smelltum storm- og regnlista. Einnig er teygja í hettu og stroffi og hægt er að smella hettunni af. Á Mími pollabuxunum er endurskin á skálmum að framan og aftan. Buxurnar hafa stillanleg axlabönd og smellur í hliðum til að þrengja þær. Undir skó eru teygjur sem hægt er að smella af. ATH: Það er ekki teygja undir skó í stærðum 122 og 128.

Regnföt

Undir regnfötin


66°North bakpoki

Bakpokinn okkar er vatnsheldur og tilvalinn í leikskólann, skólann eða aðrar tómstundir. Renndur vasi að framan með endurskini og vatnsheldum rennilás. Stillanlegar ólir yfir axlir.

Aukahlutir

Undir regnfötin

Flíkur sem halda vel hita á þeim allra yngstu

Stærðir 62 - 86

Ungbörn