Praktískur og flottur jakki sem er hluti af Kríu línunni okkar sem var mjög vinsæl hér á landi í kringum 1990. Þessi flík er einkum sérstök en um er að ræða þrjá jakka í einum. Ytri jakkinn er tæknilegur skel jakki gerður úr Neoshell efni sem gerir hann vatnsheldan en á sama tíma hefur hann einstaka öndunareiginleika. Innri jakkinn er svartur hlýr flís jakki sem er gerður úr teygjanlegu flísefni og heldur góðum hita. Jakkinn er hugsaður fyrir bæði kynin en kemur í karlmannsstærðum. Hentar vel í ýmiskonar hreyfingu sem og hversdags allan ársins hring bæði í heitu og köldu loftslagi. Efni í skel: 100% Nylon. Efni í flísjakka: 100% Polyester.
Umhirða: Mikilvægt er að þvo skelfatnað reglulega. Loka skal öllum rennilásum og smellum. Þvo við 30°C á rólegri stillingu. Nota skal fljótandi þvottaefni. Ekki nota mýkingar - eða bleikingarefni. Hengt til þerris eða sett í þurrkara á lágum hita.