Sunnudaginn 26. júní

KALEO x 66°Norður í Kaupmannahöfn

Íslenska hljómsveitin Kaleo, sem kemur frá Mosfellsbæ, er þekkt um allan heim fyrir sín ofsafengnu riff og drafandi raddbeitingu. Jökull Júlíusson hefur leitt hljómsveitina í myndbandstökum sem sýna perlur í íslenskri náttúru. Jökull er alls ekki ókunnur náttúrunni þar sem hann þýtur um jökla í sínum frítíma. Hljómsveitin sækir innblástur frá öllum formum náttúrunnar eftir að hafa tekið upp á ólíkum stöðum; allt frá hinum veðurbarða Þrídrangavita að Fjallsárlóni með sínu ísbláa jökulvatni.

KALEO er nú á tónleikaferðalagi sínu í kring um heiminn og sem hluti af því spila þeir næsta sunnudag fyrir fullri höll í Kaupmannahöfn. Það verða ekki einu tónleikar þeirra í Kaupmannahöfn þann dag, því KALEO mun taka létta upphitunartónleika í verslun okkar í Sværtegade sama dag, sunnudaginn 26.júní. Gestir og gangandi munu fá tækifæri til að upplifa tónlist hljómsveitarinnar í rólegri stemningu og persónulegri uppsetningu en hefðbundnir tónleikar.

Búðin okkar í Sværtegade verður opin frá 12:30-14:00 á dönskum tíma og hefjast tónleikarnar kl. 13:00.

Fyrir þá sem ekki eru staddir í Kaupmannahöfn þessa helgi, þá geta þeir fylgst með beinu streymi af tónleikunum á Instagram síðu 66°Norður. Streymið hefst kl. 11:00 á íslenskum tíma.

Uppáhalds stílar KALEO

Hverju skal klæðast

Karlar
2 samsetningar
Karlar(3 útgáfur)
Konur(3 útgáfur)

Vilt þú fá upplýsingar í tölvupósti um viðburði eins og KALEO tónleikana?

Sign up to the 66°North Club to be the first one to know about events and announcements. Also, have the chance to win a trip to Iceland, guided tours, and clothing in our 3x a year drawings. No purchase necessary.

Skráðu þig í 66°Norður klúbbinn til að fá upplýsingar frá okkur, auk þess að eiga möguleika á að vinna 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair, ævintýri með leiðsögufólki og fatapakka frá 66°Norður. Við drögum út þrisvar á ári.