Go to content
Innskráning

Merkingar

66°Norður rekur merkingadeild þar sem boðið er upp á silkiprent og ísaum. Silkiprent hentar vel fyrir fatnað björgunarsveita, íþróttafélaga sem og almenna útivistarfatnað. Margar aðferðir standa viðskiptavinum til boða og merkingarnar endast vel.

Fatnaður úr flísefni, dúnúlpur og mýkri efnum mælum við með að sé merktur með ísaumi. Ísaumur er fallegur og endingargóður kostur til að merkja fatnað.

Í silkiprenti höfum við yfir að ráða fjórum prenthringekjum, þurrkofnum, hitapressum og útskurðar plotter. Fyrir ísauminn höfum við 15 ísaumshausa á 5 mismunandi vélum og rekum einnig ísaumsdeild í Lettlandi sem býr yfir 30 ísaumshausum. Öll saumaforritin eru unnin af fagmönnum og standast hæstu gæðakröfur.

Hafðu samband við okkur og fáðu nánari upplýsingar hér: soludeild@66north.is

 

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK