Framleidd úr endurunnum efnum

Dyngja

Dyngjulínan er byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 18 árum. Flíkurnar eru hannaðar fyrir daglegt líf í borginni og henta vel í hvers kyns ferðalög og hreyfingu á veturna.

Dyngju línan er byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 18 árum. Endurnýttur dúnn er fenginn úr notuðum dún fatnaði og yfirbreiðslum, hann er síðan hreinsaður og unninn á nánast sama hátt og nýr dúnn og eru því gæðin því fyrsta flokks. Með því að endurnýta dún er líftími hans lengdur í stað þess að afurðin hefði farið í landfyllingu. Dyngja er hentug fyrir daglegt íslenskt líf og hvers konar útivist.

Einangrun & Skel

700 fill-power dúnn - einstök einangrun miðað við þyngd

Einangrun

Dyngja er fyllt með blöndu af endurunnum andadúni og gæsadúni, en dúnninn er með 700 "fill-power" einangrunareiginleikum og veitir því einstaka einangrun miðað við þyngd. Dúnninn kemur frá Þýskalandi, þar sem framleiðslan á honum og dúnninn sjálfur er VET-vottaður.

Hönnunareiginleikar

Dyngju úlpan og kápan eru með hettu sem hægt er að renna af, en hettuna er hægt að stilla enn frekar með snúrugöngum. Flíkurnar eru með 3 vösum, tveimur renndum vösum að framan og einum renndum innri vasa. Rennilásinn er með tveimur sleðum til að auka þægindi.

Ytra efni

100% endurunnið nylon með vatnsfráhrindandi eiginleikum. 

Hannað og prófað á Íslandi

Síðan 2005

Laugavegur dúnúlpa

Hönnun Dyngju úlpunnar er dregin frá dúnúlpu sem við hófum framleiðslu á árið 2005. Sú úlpa hét Laugavegur og er eftirsótt endursöluvara á íslenskum nytjamörkuðum.
Vörulína

Dyngja

Snið, umhirða og ábyrgð.

Dyngju dúnflíkurnar, ásamt öllum vörum 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.

Dyngja er hönnuð í stórum stærðum.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún. Lokið öllum vösum og rennilásum. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisbolta til þess að berja dúninn í sundur. Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni á rönguna. Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.