Engir tveir jöklar eru eins

Dyngja

Dyngjulínan er byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 16 árum. Flíkurnar eru hannaðar fyrir daglegt líf í borginni og henta vel í hvers kyns ferðalög og hreyfingu á veturna.

Dyngju línan samanstendur af hágæða dúnflíkum sem eru einstaklega hlýjar, léttar og eru fylltar með endurnýttum gæsa- og andardún með 700 fill power. Línan er innblásin af flíkum sem við framleiddum um síðustu aldarmót og samanstendur af úlpu, stuttri úlpu, kápu og vesti sem fáanleg er í nokkrum litum. Flíkurnar í línunni er hannaðar til þess að takast á við mikinn kulda, sama hvort það er í daglegu íslensku lífi þar sem veðrið er ávallt ófyrirsjáanlegt, eða í útivist fyrir utan borgina.

Sérstök útgáfa

Engar tvær úlpur eru eins

Sterkar andstæður koma fram í nýju Dyngju línunni, þar sem gæði og einangrun úlpunnar sameinast einstöku jöklaprenti, útbúið eftir ljósmyndum sem voru teknar af Benjamin Hardman.

Bakvið tjöldin á Dyngju í sérstakri útgáfu

„Það sem greip mig um leið var þessi ótrúlegi skærblái litur sem íslensku jöklarnir skarta. Þeir innihalda svo mikla fegurð og sögu sem teygir sig mörg þúsund ár aftur í tímann. Jöklarnir bjóða upp á hin ýmsu form sem er gerir þá ótrúlega skemmtilega að mynda.“ segir Benjamin Harman, ljósmyndarinn á bak við Dyngju jöklaprentið.

Benjamin Hardman, ljósmyndari.

„Sem hönnuður er mjög mikilvægt fyrir mig að velja rétt útlit fyrir sérstakar útgáfur eins og þessa. Það getur verið flókið að vinna með prent sem er ætlað að þekja alla flíkina og það þarf að útfæra prentið með tilliti til hvaða tegund af flík um ræðir og hvers konar efni er verið að nota. Þórdís Claessen grafískur hönnuður vann prentið úr myndum Benjamin Hardman ljósmyndara.

Ef ég loka augunum og hugsa um íslenska náttúru, þá er þetta prentútkoman. Þetta er í rauninni eins og að klæðast íslenskum felulitum“

Bergur Guðnason, hönnuður.

Einangrun & Skel

700 fill-power dúnn - einstök einangrun miðað við þyngd

Einangrun

Dyngja er fyllt með blöndu af endurunnum andadúni og gæsadúni, en dúnninn er með 700 "fill-power" einangrunareiginleikum og veitir því einstaka einangrun miðað við þyngd. Dúnninn kemur frá Þýskalandi, þar sem framleiðslan á honum og dúnninn sjálfur er VET-vottaður.

Hönnunareiginleikar

Dyngju úlpan og kápan eru með hettu sem hægt er að renna af, en hettuna er hægt að stilla enn frekar með snúrugöngum. Flíkurnar eru með 3 vösum, tveimur renndum vösum að framan og einum renndum innri vasa. Rennilásinn er með tveimur sleðum til að auka þægindi.

Ytra efni

100% endurunnið nylon með vatnsfráhrindandi eiginleikum. 

Hannað og prófað á Íslandi

17 ára saga

Laugavegur dúnúlpa

Hönnun Dyngju úlpunnar er dregin frá dúnúlpu sem við hófum framleiðslu á árið 2005. Sú úlpa hét Laugavegur og er eftirsótt endursöluvara á íslenskum nytjamörkuðum.
Vörulína

Dyngja

Snið, umhirða og ábyrgð.

Dyngju dúnflíkurnar, ásamt öllum vörum 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.

Dyngja er hönnuð í stórum stærðum.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún. Lokið öllum vösum og rennilásum. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisbolta til þess að berja dúninn í sundur. Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni á rönguna. Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.