Café du Cycliste x 66°Norður

Hannað fyrir versta veður í heimi

LjósmyndararBenedict Campbell & Benjamin Hardman
StaðsetningN 63°59.600 - W 19°03.660

„Dramatískar hjólaleiðir og mikilúðleg náttúra gera Ísland að paradís hjólreiðamannsins,“ segir Matthew Woolsey, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar starfsemi 66°Norður. „En það er þetta með veðrið. Þegar við hittum Café du Cycliste á Íslandi þá upplifðu þeir sömu áskorunina og við. Samstarf okkar þróaðist síðan þaðan í frá.“ 

Samstarfið

Á frönsku riveríunni felur slæmur hjóladagur í sér stoppskilti og skýjahulu. Á Íslandi getur góður hjóladagur einkennst af hagléli og mótvindi. Sameinuð í þeirri trú að góð hönnun lengi tímann utandyra hafa 66°Norður og franska fyrirtækið Cafe du Cycliste, sem er leiðandi í hönnun á hjólreiðafatnaði, tekið höndum saman um að framleiða sérstakan fatnað fyrir íslenskt veðurfar.

Við kynntumst Café Du Cycliste-teyminu þegar það heimsótti Ísland til að hjóla um hina frægu svörtu hraunstíga. Sameiginleg gildi urðu til þess að tilviljanakenndur fundur breyttist í skapandi vinnustofu. Báðir aðilar höfðu dálæti á hjólreiðum og trúðu því að með réttri hönnun væri hægt að komast yfir alla þröskulda. Hvorugur hafði tekist á við þá ögrun að hjóla að vetri til á svo norðlægum slóðum. Af þeim neista spratt hugmynd: hjólreiðafatnaður hannaður fyrir íslenskar aðstæður sem gæti staðist versta veður hvar sem er.

Í fyrstu samstarfslínu þessara fyrirtækja má finna GORE-TEX-anorakk sem er auðvelt að pakka saman, flísjakka, léttan einangraðan jakka og mittistösku, allt hannað fyrir einstaka seiglu.


Ágústa Edda Björnsdóttir og Eyjólfur Guðgeirsson eru með þeim fremstu í hjólreiðum á Íslandi en þau prófuðu fatnaðinn í fjölbreyttum aðstæðum og veðri, í ærlegum hjólatúr um svarta hraunslóða Landmannalauga og um þvert og endilangt friðlandið að Fjallabaki.

Café du Cycliste x 66°North

Skýli anorakkur

Anorakkur úr GORE-TEX INFINIUM™ sem er vindheldur, vatnsfráhrindandi og með mjög góða öndunareiginleika. Þessi létta skel er hönnuð með það í huga að auðvelt sé að pakka henni saman og þá er hún þolin sem gerir hana að frábærri yfirhöfn fyrir hjólreiðaferðafólk (eða þá sem skoða ekki veðurspána). Hetta sem hægt er að pakka niður, rennilás á hlið og endurskinsmerki bæta enn við notagildið.

„Við eigum í hjólreiða ástarsambandi við Ísland sem fyrir okkur er heimskauta valkostur á móti fegurð Frönsku- Rívíerunnar,“ segir Remi Clermont, stofnandi Café Du Cycliste

Café du Cycliste x 66°North

Seigla jakki

Fóðraður öndunarjakki sem er ætlaður fyrir útivist í kulda. Sniðinn bæði til að passa undir skel eða til að vera í einum og sér þá er þessi tæknilegi jakki bæði notadrjúgur og flottur með teygjustykkjum í andstæðum litum sem veita einstakan sveigjanleika. Endurskinsmerkingar á ermalíningum og baki tryggja sýnileika, sama hvernig aðstæður eru. Fjórir pokavasar á bakinu bjóða upp á nægilegt pláss fyrir búnað.

Café du Cycliste x 66°North

Landmannalaugar flísjakki

Aðsniðinn einangrunarjakki úr endurunnu flísefni. Þessi jakki er með mikla öndunareiginleika, teygjustykki, renndum brjóstvasa og endurskinsmerkjum fyrir sýnileika. Einkennandi mynstrið er innblásið af landslagi hins einstaka íslenska friðlands en af því dregur jakkinn líka nafn sitt. Þrír pokavasar á bakinu halda nauðsynjum nálægum.

Hjólreiðar geta verið jafn dásamlegar og þær geta verið harkalegar, það að takast á við vont veður með bros á vör gefur okkur bestu umsögnina um vörurnar okkar.

Café du Cycliste x 66°North

Landmannalaugar mittistaska

Lítil fjölnota taska úr endurunnu pólýester. Stillanlegt belti gefur notandanum færi á að laga töskuna að sér, hvort sem hún er borin yfir brjóstið, um mittið eða yfir aðra öxlina. Tveir renndir vasar (annar stór, hinn lítill) halda skipulagi á hlutunum. Slitsterk og flott taska sem er einstaklega gott val fyrir alls konar viðburði, hvort sem er hjólreiðar, gönguferðir eða skemmtanir.