Fyrir íslenskar frímínútur

Loki vörulína

Vörulínan Loki samanstendur af kápu, úlpu, vesti og stuttri úlpu fyrir börn. Flíkurnar eru hlýjar, liprar og hentugar fyrir kalda vetur. Þær eru einangraðar með blöndu af endurnýttum gæsa- og andardún. Ytra byrði flíkanna er úr slitsterku endurunnu nylon efni.

Stærðir 116-164

Dúnn er eitt hlýjasta efni sem völ er á. Það hentar jafnvel í ys og þys borgarinnar eins og uppi á hálendi.

Loki stutt úlpa

Loki úlpa

Loki kápa

Loki vesti

Hlýtt í vetur

Sævar

Sævar er hlý dúnúlpa sem hentar vel fyrir síbreytilegt íslenskt vetrarveður. Efnið á öxlum, hettu og ofanverðri úlpunni er vantsfráhrindandi og slitsterkt. Úlpan er einangruð með blöndu af endurnýttum gæsa- og andardún og ytra byrði úlpunnar er úr slitsterkum endurunnum efnum.

Stærðir 116-164

Bragi

Bragi parka er hlý og slitsterk úlpa. Úlpan er einangruð með 70% andadún, 30% fjöðrum og hefur 5.000 mm vatnsheldni. Á hettunni er gervi loðkragi sem hægt er að smella af.

Stærðir 104-164

Svanhvít

Léttur en mjög hlýr dún- og flísjakki með klassísku sniði. Jakkinn er sérsniðinn fyrir hámarkshreyfigetu í köldu lofti. Jakkinn heldur góðum hita á líkamanum og er með mikla öndun. Power Stretch® Pro undir handleggjum. Tveir vasar að framan og stillanleg hetta.

Stærðir 104-164

Svanur

Einstaklega hlý og lipur dúnúlpa á þau allra yngstu. Úlpan er einangruð með blöndu af endurnýttum gæsa- og andardún og ytra byrði úlpunar er úr slitsterku endurunnu nylon efni. Úlpan kemur með gervi loðkraga sem hægt er að smella af.

Stærðir 74-164

Magni

Kuldagalli úr 100% Cordura Nylon. Slitsterkur og hlýr en efnið var sérstaklega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Endurskin að aftan og framan, á skálmum og á hettu. Gallinn er fóðraður með mjúku flísi í búk og hettu og örtrefjaeinangrun í skálmum og ermum. 10.000 mm vatnsheldni.

Stærðir 104-140

Vind og vatnsheldir pollagallar úr hágæðaefni

Mímir

Jakkinn er renndur að framan með smelltum storm- og regnlista. Teygja í hettu og stroffi. Endurskinsmerki á ermum, baki og að framanverðu á jakkanum.

Buxurnar eru með slitsterkum gúmmíteygjum undir skóm og stillanlegum axlaböndum. Endurskin er á skálmum að framan og aftan á buxum.

Stærðir 86-128

Rán flísfóðraður regnjakki

Einn vinsælasti hlífðarjakkinn fyrir börn frá 66°Norður. Flísfóðraður, vindheldur og vatnsfráhrindandi með 5.000 mm vatnsheldni.

Stærðir 92-164

Rán flísfóðraðar regnbuxur

Buxurnar eru flísfóðraðar að innan og með snúrugöng neðst í skálmum. Teygja í mitti. Vindheldar og vatnsfráhrindandi (5000 mm vatnsheldni).

Stærðir 92-164

66°Norður bakpoki

Bakpokarnir okkar eru vatnsheldir og tilvaldir í leikskólann, skólann eða aðrar tómstundir. Renndur vasi að framan með endurskini, vatnsheldum rennilás og stillanlegum ólum. Þeir koma í tveimur stærðum, 15L og 7L

Vetur 2023

Fatnaður fyrir íslenskt veður