Sara Björk leiðir Ísland á EM

Norður tímarit

Texti eftir Jóhann Páll Ástvaldssson

Evrópumót kvenna í knattspyrnu 2022 fer fram í Englandi dagana 6. júlí til 31. júlí.

Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir lítið annað en að sigra. Við hjá 66°Norður erum svo sannarlega stolt að vinna með Söru. Hún mun stýra spilinu á miðju íslenska landsliðsins í sumar þegar Stelpurnar okkar mæta til leiks á EM 2022. Sara er snúin aftur á völlinn tvíefld eftir að hafa eignast barn fyrr í ár. Sara Björk gekk nýverið til liðs við ítölsku meistarana í Juventus en hún skildi við Lyon með kveðjugjöf í formi sigurs Meistaradeildar Evrópu. 

Sara Björk mun slá met í sumar er hún tekur þátt í sínu fjórða Evrópumóti en hún tók þátt 2009, 2013, 2017 og loks 2022. Ísland er í sterkum riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. En engu að síður munu Íslendingar flykkjast til Englands og að skjánum. Eitt er víst, Sara Björk og Stelpurnar okkar munu fylla þjóðina af stolti. 

Klæddu þig vel

Sara Björk mælir með

Konur
2 samsetningar
Konur(3 útgáfur)
Karlar(3 útgáfur)

Leikir Íslands á EM – Riðill D 

10. júlí – Ísland gegn Belgíu – 16:00 

14. júlí – Ísland gegn Ítalíu – 16:00 

18. júlí – Ísland gegn Frakkland – 19:00 

Ferillinn hingað til: 

Leikjahæsti leikmaður Íslands – 138 leikir (22 mörk) 

Flestir Evrópubikarar hjá íslenskum leikmanni (karla og kvenna): Meistaradeild Evrópu 2019-20 og 2021-22. Báðir titlarnir með Lyon. 

Spilaði með toppliðum Rosengård (Svíþjóð), Wolfsburg (Þýskaland), Lyon (Frakkland) og nú Juventus (Ítalía). Vann deildarkeppni í öllum þremur löndum og leitast nú eftir að bæta Ítalíubikarnum í bikaraskápinn sinn. 

Íþróttamaður ársins: 2018 og 2020