Steve Booker

Á milli tveggja heima

Myndband og ljósmyndun Steve Booker
TextiSteve Booker
Staðsetning63° 24,13' N, 019° 07,83' V

Breski ljósmyndarinn Steve Booker er þekktur fyrir hæfni sína í ljósmyndun og framleiðslu þar sem einstakur stíll hans hefur getið sér gott orð í heimi tísku og lífsstílsgeirans í Bretlandi. Hann hóf ljósmyndaferil feril sinn við að mynda iðandi götur London, en fékk óvæntan innblástur úr hrárri og frumstæðri fegurð Íslands.

Á milli tveggja heima

„Undanfarinn áratug hefur starf mitt sem ljósmyndari leitt mig á staði sem mig hefði aldrei dreymt um að ég ætti eftir að heimsækja. Þeirra á meðal eru tveir staðir sem fanga alltaf sköpunargáfuna: London og Ísland.“

„Ég hóf ferilinn í London, þar eyddi ég mörgum klukkustundum í að rölta um borgina; taka myndir af götustílnum og finna bestu kaffihúsin. Lífið gengur hratt fyrir sig í þessari einstöku borg sem dregur mig aftur og aftur til sín. Í fyrstu ferð minni til Íslands heillaðist ég af landslaginu og hvernig allt stjórnast af frumöflunum. Síbreytileg náttúrufegurðin gefur endalaus tækifæri til ljósmyndunar.“

„Í ágúst síðastliðnum ferðaðist ég frá London til Íslands til að skoða eldgosið í Meradölum. Gangan að gosinu var erfið en var verðlaunuð með stórkostlegu nýju landslagi. Ég hef fylgst með fjölmörgum eldgosum í gegnum fjölmiðla en upplifunin er allt önnur þegar maður sér það berum augum. Við þessar aðstæður vill maður ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort búnaðurinn sé nógu góður; jakkinn Hornstrandir kom sér afskaplega vel og er ómissandi hluti af þeim útbúnaði sem fylgir mér í ljósmyndatökur um allan heim. Að auki var ég í Snæfell polartec buxum ásamt því að nota útivistarjakkann Vatnajökul sem millilag og því snérust einu áhyggjur ferðarinnar um það hvort það væri nóg pláss eftir á minniskortinu.“

„Með þessari mynd langaði mig að sýna hvaða hug ég ber til þessara tveggja staða og hvernig fatnaðurinn frá 66N nýtist á fjölbreyttan hátt, hvert sem leiðin ligur.“

Klæddu þig vel

Steve mælir með

Eldfjallaganga með Helgu jarðfræðingi

Einstakt tækifæri til að fara með Helgu á slóðir eldgossins í Geldingadölum, en Helga er doktorsnemi í jarðfræði.

Lesa meira
Hverju skal klæðast

Chris Burkard, vörumerkjafulltrúi 66°Norður er margverðlaunar og sjálflærður ljósmyndari og listamaður. Myndirnar hans einkennast af kraftmiklu landslagi, sælustundum og ævintýralegum lífsstíl.

Skráðu þig í 66°Norður klúbbinn

Þú gætir unnið 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair, ævintýri með leiðsögufólki og fatapakka frá 66°Norður. Við drögum út þrisvar á ári.