Lífskraftur

Lífskraftsganga til stuðnings konum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi


Snjódrífurnar, Lífskraftur og 66°Norður

Snjódrífurnar með G. Sigríði Ágústsdóttir, sem er jafnan kölluð Sirrý, í fararbroddi standa að góðgerðarfélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöngunum. Sirrý glímdi við krónískt krabbamein árum saman og þekkir vel þarfir einstaklinga í þeim sporum. Sirrý fann sinn lífskraft í baráttunni við krabbamein í fjallgöngum og með Lífskraftsgöngunum vill hún minna á mikilvægi útivistar í þeirri vegferð.

Um 100 konur munu taka þátt í þriðju Lífskraftsgöngunni um miðjan júní og ganga yfir Snæfellsjökul. Ferðin er góðgerðarganga og mun allur ágóði sem fyrr renna í þágu einstaklinga sem glíma við krabbamein og aðstandanda þeirra. Nú er megin áherslan lögð á að styðja við konur sem þurfa að takast á við krabbamein og ófrjósemi af völdum krabbameinsmeðferðar. Í dag er enginn stuðningur né fræðsla til staðar í heilbrigðiskerfinu.

„Það er eitt að takast á við það gríðarlega högg þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein. En það er ólýsanleg sorg að þurfa í ofanálag að takast á við ófrjósemi sem hefur áhrif á öll framtíðar áform og jafnvel sjálfsmynd einstaklinga,” segir G. Sigríður Ágústsdóttir Snjódrífa.

Lífskraftur hefur í samstarfi við 66°Norður hannað sérstakar bleikar Lífskraftshúfur en 3.500kr af sölu hverrar húfu rennur beint í þetta þarfa verkefni.


Lífskraftshúfa

3.500kr af sölu hverrar húfu rennur beint í þetta þarfa verkefni. 

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning:

0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.

Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900:

  • LIF1000 fyrir 1.000 kr.
  • LIF3000 fyrir 3.000 kr.
  • LIF5000 fyrir 5.000 kr.
  • LIF10000 fyrir 10.000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á FB síðu Lífskrafts https://www.facebook.com/lifskraftur2020 og á www.lifskraftur.is