NORÐUR tímarit

Laugavegurinn

Alex Strohl

LjósmyndariAlex Strohl
TextiMatthew Tufts
Staðsetning63° 58' 58.80" N -19° 04' 1.20" W

„Það gefur vissa auðmýkt að ganga heilan dag í rigningunni og hristast í vindinum,“ segir Alex um storminn sem ríkti á gönguleiðinni hálfan fyrsta daginn. „Maður er þá einn með hugsunum sínum – jafnvel þegar göngufélaginn er til staðar heyrist ekkert fyrir rokinu. Þá þarf að grípa til íhugunar.“

Alex Strohl og Benjamin Hardman

Ljósmyndararnir og kvikmyndagerðarmennirnir Alex Strohl og Benjamin Hardman eru vel kunnugir draumkenndu landslagi Íslands og alræmdum veðrabreytingum þess. Alex hefur heimsótt landið 15 sinnum en Benjamin býr þar.

Vinirnir tveir, sem einnig eru fulltrúar 66°Norður, gengu í júlí síðastliðnum hinn alkunna Laugaveg á hálendinu – sem þeir kölluðu í gríni Langaveg.

Áætlunin var einföld: að upplifa einstaka náttúrufegurð þessarar sígildu gönguleiðar en bæta nokkrum fjallstindum og kílómetrum við. En veðrið bauð upp á annað, eins og oft vill verða í landi elds og ísa.

„Það gefur vissa auðmýkt að ganga heilan dag í rigningunni og hristast í vindinum,“ segir Alex um storminn sem ríkti á gönguleiðinni hálfan fyrsta daginn. „Maður er þá einn með hugsunum sínum – jafnvel þegar göngufélaginn er til staðar heyrist ekkert fyrir rokinu. Þá þarf að grípa til íhugunar.“

Benjamin og Alex náðu ekki í búðirnar að kvöldi fyrsta dagsins fyrr en um klukkustund eftir miðnætti. Miðnætursólin (eða öllu heldur birtan í miðnæturstorminum) bægði hins vegar myrkrinu frá allan tímann. Reyndar íhuguðu félagarnir við þessar aðstæður að ganga áfram og ljúka ferðinni hvíldarlaust á 24 klukkustundum til að þurfa ekki að dvelja í blautu tjaldinu.

Þeir kusu að halda sig á veginum, sem hafði sína kosti þrátt fyrir allt: þeir gengu fleiri kílómetra af hraunbreiðum sem í þurrviðri eru yfirleitt undirlagðar af sandfoki, en þessar tilteknu erfiðu aðstæður hlífðu þeim við slíku. Síðar fengu þeir heita máltíð á óopnuðum veitingastað vina Benjamins (það borgar sig að þekkja heimafólk). Og þrátt fyrir storminn – eða kannski að einhverju leyti vegna hans – náðu ljósmyndararnir tveir myndir af Íslandi í sínum náttúrulegasta búningi. „Þegar ég er á Íslandi vil ég virkilega tengjast við grámann og þokuna,“ segir Alex.

„Við sjáum liti með öðrum hætti.“ Hann útskýrir hvernig sú ákvörðun þeirra að fara snemma á göngutímabilinu, í júlí, meðan enn var snjór á gönguleiðinni, gaf af sér einstaka samsetningu af appelsínugulum og hvítum lit. Alex er alltaf með handhæga 35 mm Olympus Mju ii myndavél í mittisvasanum. Hún bætir aðeins á þyngdina (og Alex kann að meta að ferðast létt) en hann getur gripið til hennar í hendingskasti til að fanga litlu augnablikin. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það minningarnar – frá því að fara yfir ána í bleytu yfir í slitnar tjaldsnúrur til undursamlegustu heitu máltíðanna – sem gera ævintýri við allar aðstæður með góðum félagsskap fyrirhafnarinnar virði.

Alex mælir með

Klæddu þig vel