Gjafahandbók | Helga Kristín

Helga Kristín er 27 ára gamall Reykvíkingur sem stundar doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands. Hún er mikill útivistargarpur og eyðir miklum tíma við rannsóknir úti í náttúru Íslands. Hún starfar af og til sem jöklaleiðsögumaður og þar hefur áhugamálið heldur betur nýst henni. 

Hvað er það besta við jólin?

„Það besta við jólin er að eyða tíma með fjölskyldunni og vinum. Ef það er vetrarveður og snjór yfir jólin er það mikill plús þar sem það eykur jólaandann. Mér finnst mjög notalegt að labba um og njóta jólaljósana, sérstaklega þegar það er snjór úti.“

Er einhver jólahefð órjúfanlegur partur af jólunum þínum?

„Ég er ekki beint föst í neinni ákveðinni rútínu um jólin en ég elska að hafa það notalegt með fjölskyldunni og borða góðan mat. Stundum horfi ég á allar Lord of the Rings myndirnar í lengri útgáfunni. Annars reyni ég alltaf að vera tímanlega með jólagjafainnkaupin svo að desember verði ekki mikið stress.“

Hvaða flík frá 66°Norður notarðu mest?

„Vatnajökull buxurnar er uppáhalds flíkin mín því að veðrið á Íslandi getur verið mjög ófyrirsjáanlegt. Það sem gerir þessar buxur einstakar er að þær eru mjög vatnsfráhrindandi þrátt fyrir að vera venjulegar göngubuxur. Því þarf ég ekki að hugsa mig tvisvar um ef ég er í fjallgöngu í skúraleiðingum um hvort ég þyrfti að klæða mig í regnbuxur utanyfir.“

Hefurðu eytt jólunum á einhverjum framandi stað?

„Nei gæti það ekki. Ég þarf almennilegan vetur um jólatímabilið og verð að vera heima. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að vera á ströndinni með kokteil í hendinni á jóladag… það eru aðrir mánuðir í árinu fyrir það.“

Uppáhalds vörur

Helga Kristín

Gjafahandbók

Við hittum á vini okkar og fengum innsýn inn í helstu jólahefðirnar þeirra.

Skoða gjafahandbók