Málstofa í Grósku 23. nóvember

Erum við að kaupa til að henda?

Málstofa Grósku. 23. nóvember

66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa standa fyrir málstofu í Grósku 23. nóvember kl. 9 - 10:30 sem fjallar um mikilvægi hringrásar í fatnaði og hönnun. Örerindi og pallborðsumræður um þetta mikilvæga málefni.

Markmiðið með málstofunni er að fræða og ræða neikvæð umhverfisáhrif offramleiðslu og ofneyslu. Áherslan er að vekja athygli neytenda, hönnuða og framleiðenda á málefninu og hvetja til umhverfisvænni framleiðslu, hönnunar og neysluhegðunar.

Fundarstjóri er Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu og meðal þeirra sem halda erindi er Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studio Fléttu sem nýverið vann tvenn verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands ásamt því að Regn, nýtt söluplattform fyrir notaðan fatnað verður með erindi.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður sem Freyr stýrir.

Skoða viðburðinn


Fyrir jöklana

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.
25% af allri sölu í vefverslun 24. nóvember rennur til Jöklarannsóknafélags Íslands.

Lesa
Jöklalykt

66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína í annað sinn og skapað ilmheim innblásinn af ógnvænlegri framtíð jöklanna, en jöklar hafa mótað landslag Íslands um aldaraðir en eru að hverfa.

Undanfarin ár

Föstudagur fyrir jöklana okkar

2020
Carbfix

It has never been more important than it is now for the world’s scientific community to work together to find solutions to carbon dioxide emissions. The team behind the Icelandic company Carbfix has developed a method for sequestering CO2 in stone.

2020
Ferðalag niður jökulárnar

Chris Burkard is a world renowned adventure photographer with a passion for Iceland. He's explored the furthest reaches of the country over the last decade, growing a strong affinity to documenting the glacial river systems that run from the highlands all the way down to the ocean.

2021
Þar sem jökullinn hopar

This year Ragnar surveys Drangajökull’s east side for the second time.

Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 greinar
Platan sem hverfur

Hipsumhaps

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Oceans missions

Ása Steinars

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Lífið við jökulrætur

Þorsteinn Roy og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir

Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Heimildir um breytingar

Ragnar Axelsson

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa
Um tíman og vatnið

Andri Snær Magnason

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa