Go to content
Innskráning

Þvottaleiðbeiningar

Dúnn

Best er að þvo dúnflík eina og sér í þvottavél á 30°C með fljótandi dúnsápu. Loka skal öllum rennilásum og smellum fyrir þvott. Ekki skal nota mýkingarefni eða þvottaefni sem innihalda bleikiefni eða blettahreinsi. Flíkina á að þurrka á lágum hita í þurrkara. Þessar þvottaleiðbeiningar eiga einnig við um PrimaDown® vörur.

Dún Parka
Hér er flækjustigið svolítið hátt og þess vegna mælum við með því að láta fagfólk um þvott á flíkinni. Það er engin skömm af því! Ef þú ákveður að þvo hana sjálf(ur) þá er best að þvo flíkina eina og sér í þvottavél á 30°C með fljótandi dúnsápu. Mikilvægt er að fjarlægja skinnkanta af flíkum fyrir þvott og loka öllum rennilásum og smellum. Ekki skal nota mýkingarefni eða þvottaefni sem innihalda bleikiefni eða blettahreinsi. Flíkina á að þurrka á lágum hita í þurrkara með tennisbolta (eða eitthvað til að berja dúninn) og gott er að snúa flíkinni við eftir um klukkustund í þurrkun. Þurrkunin getur tekið um 2-4 klst. eftir stærð flíkarinnar. Athugið að við þvott getur litur dofnað og flíkin fengið á sig veðraða áferð.

Örtrefjaeinangrun

PrimaLoft®
PrimaLoft® er tæknilegt einangrunarefni sem er jafn þægilegt í umönnun og það er í notkun. Fyrir þvott skal loka öllum rennilásum og smellum. PrimaLoft®-fatnað skal þvo í þvottavél á 40°C með mildu og klórlausu þvottaefni. Hengja skal flíkina upp til þerris, það má ekki þurrhreinsa, strauja né þurrka í þurrkara.

Thermolite®
Hér mælum við einnig með því að láta fagaðila um þvottinn. Ef þú ætlar að ganga í málið skal taka skinnkannt af fyrir þvottinn, ásamt því að loka öllum rennilásum og vösum. Best er að þvo flíkina í þvottavél á 30°C með mildu þvottaefni. Eins og svo oft áður skal forðast að nota mýkingarefni, blettaeyði eða bleikiefni. Thermolite®-flíkin ætti ekki að fara í þurrkara, við mælum frekar með því að hengja hana upp til þerris.

Gore-Tex®

Gore-Tex® er mjög tæknilegt efni, sem gerir þvottinn örlítið tæknilegan. En ekki örvænta! Þetta er ekkert mál ef þú fylgir þessum tæknilegu skrefum. Lokaðu öllum rennilásum og smellum fyrir þvottinn. Gore-Tex®-fatnað skal þvo einan og sér í þvottavél á 40°C með litlu magni af fljótandi þvottaefni. Aðeins skal nota fljótandi þvottaefni og forðast skal notkun á mýkingarefnum, blettaeyðum eða bleikiefni þar sem þau hafa áhrif á virknina í flíkinni – og ekki viljum við draga úr virkni í tæknilegri flík. Hreinsið tvisvar á lágri vindu. Eftir þvott er best að hengja flíkina upp til þerris eða þurrka hana í þurrkara á lágum hita.

Þvottur:
Má þvo sér í þvottavél á 40°C með litlu magni af fljótandi þvottaefni. Hreinsið tvisvar á lágri vindu til þess að takmarka krumpur. Notið aðeins fljótandi þvottaefni og forðist að nota mýkingarefni, blettaeyði eða klór þar sem þau efni hafa áhrif á virknina í flíkinni.

Þurrkun:
Má leggja til þerris eða setja í þurrkara á viðkvæmt prógram. Þegar flíkin er orðin þurr skal hún þurrkuð í 20 mínútur í þurrkara til þess að virkja vatnsheldnina í ytra efninu. Ef þurrkari er ekki við höndina má strauja efnið þegar það er orðið þurrt á viðkvæmu prógrammi án gufu með því að leggja handklæði eða klút á milli efnis og straujárns. Þetta hjálpar til við virkjun á vatnsheldninni í ytra efninu á flíkinni.

Fatahreinsun:
Við mælum með því að flíkin sé þvegin heima. Í lokin skal spreyja DWR efni spreyjað á ytra birgði áður en flíkin er þurrkuð. Fylgja þarf þvottaleiðbeiningum fyrir hverja flík fyrir sig.

Virkjun á vatnsheldni:
Þegar efnið hefur tapað vatnsheldni eiginleikum skal beita nýrri vatnsheldnis meðferð á flíkina með þar til gerðum efnum. 

Skeljar & regnfatnaður

Skel
Reglulegur þvottur er lykilatriði þegar kemur að skeljum svo þær viðhaldi eiginleikum sínum. Sem betur fer er það afskaplega einfalt mál! Þvo skal í þvottavél á 30°C með mildu og klórlausu þvottaefni. Mundu að loka öllum rennilásum og smellum fyrir þvottinn. Þegar skeljar eru lagðar til þerris skal einfaldlega hengja þær upp, ekki þurrhreinsa né þurrka í þurrkara. Þægilegt, einfalt, skilvirkt!

Regnfatnaður
Málið er ekki flókið þegar kemur að regnfatnaði. Lokaðu öllum rennilásum og smellum fyrir þvott, skelltu fatnaðinum svo í þvottavél á 40°C með mildu þvottaefni án mýkingarefna og bleikiefna. Best er að hengja flíkina upp til þerris eftir þvott. Það er allt og sumt! Ekki skal þurrhreinsa, strauja eða þurrka flíkina í þurrkara – ekkert vesen.

Flís

Má þvo í þvottavél á 30°C með mildu og klórlausu þvottaefni, án allra mýkingarefna. Hengd upp til þerris, má ekki ekki þurrhreinsa, strauja né þurrka í þurrkara.   Vörur eins og Vík, Fannar, Saltvík og Grettir eru úr Polartec efni. Þær eru hlýjar og anda og teygjast vel. Polartec er stærsti flísframleiðandi í heimi. Vörur eins og Vík Heather, Garðar og Atlavík eru úr efni sem heitir Pontetorto. Efni sem teygjistst auðveldlega, þorna fljótt og anda vel.

Ull

Merínóull
Best er að þvo merínóull í þvottavél á 30°C með mildu og klórlausu þvottaefni. Ullin er mjög viðkvæm og þess vegna má ekki þurrhreinsa hana né þurrka í þurrkara eða tala illa um hana. Hengja skal flíkina upp til þerris.

Önnur ull en merínóull
Nú gilda gömlu, góðu húsráðin. Handþvo skal ullarfatnað með mildu og klórlausu þvottaefni. Þar sem ekki má strauja, setja í þurrkara, né þurrhreinsa ullina (eins og Íslendingum er vel kunnugt) er gott að hengja eða leggja hana til þerris. Svo væri ekki verra að henda í pönnukökur eða brauðtertu, til að fara alla leið með þjóðlegheitin.

Loðkragi

Loðkragi þolir illa bleytu. Góð regla er að taka loðið af úlpunni ef það er rigning, slydda eða mikil snjókoma.

    • Ef loðkraginn blotnar þá er mikilvægt láta hann þorna við stofuhita.
    • Þegar kraginn er orðinn þurr er gott að greiða varlega í gegnum hárin með bursta.

Til þess að viðhalda fallegu útliti loðkragans og gera hann meiri um sig, er gott að bursta létt í gegnum hárin með mjúkum bursta eða gæludýrabursta.

Forðist að hársprey, ilmvatn eða önnur efni fari í loðkragann.

Gott er að bretta upp á kantinn á hettunni til að verja loðkragann fyrir núningi frá hnakkanum.

Á sumum úlpum er flipi á hettunni til að verja loðkragann gegn núningi og úrkomu.

Loðkraginn má alls ekki fara í þvottavél.

 

Loðfeldur er náttúrulegt efni, enginn einn er eins. Hárin geta verið mislöng og það fer allt eftir hvaða part af feldinum er verið að nota. Rétt umhirða viðheldur fallegu og upprunalegu útliti loðkragans.

Feldurinn eru frá SagaFur í Finnlandi. Allt fyrirtækið og framleiðsluferlið er vottað af viðurkenndum aðilum.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK