Go to content
Innskráning

Spurt og svarað

 

 1. Hversu öruggt er að versla með greiðslukorti í gegnum Netið?
  Til að koma í veg fyrir misnotkun kortanúmera þegar verslað er á netinu og varna því að utanaðkomandi geti komist yfir númerin hafa ýmis öflug öryggiskerfi verið hönnuð. Netverslun 66°NORÐUR er varin með 128-bita dulkóðunarlykli frá Thawte. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. Ógjörningur er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast þessar upplýsingar. Sá sem verslar í því umhverfi má vera 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.

 2. Hvenær kemur sendingin til mín?
  Þegar þú verslar í vefverslun 66°NORÐUR er pöntunin þín send með Íslandspósti næsta virka dag. Venjulega tekur þetta ferli ekki nema 2 virka daga. Starfsmenn Íslandspósts keyra síðan pakka til þín á milli kl. 17:00-22:00 á kvöldin. Þetta þýðir að ef þú átt von á pakka eða ábyrgðarbréfi með Íslandspósti, þarftu ekki að fara á næsta pósthús til að ná í sendinguna þína heldur komum við með sendinguna heim til þín. Ef enginn er heima þegar starfsmaður Íslandspósts kemur skilur hann eftir tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna. Einnig er hægt að sækja pöntunina í einhverja af verslunum 66°NORÐUR á höfuðborgarsvæðinu, það tekur 1-3 virka daga. Tilkynning er send í textaskilaboðum þegar varan er tilbúin til afhendingar.

 3. Hvað geri ég ef ég vill skila vöru sem ég keypti í netverslun?
  Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

 4. Hvað verður um sendingarupplýsingar og netföng sem ég skrái á vefnum? 
  Engar persónuupplýsingar né netföng eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila. Netföng sem skráð eru á vef 66°Norður eru skráð á póstlista í eigu 66°NORÐUR sem er einungis notaður til að senda áskrifendum upplýsingar um tilboð og viðburði tengda vefnum eða þjónustu 66°NORÐUR.

 5. Er hægt að versla með gjafakorti í vefverslun?
  Nei því miður, eins og er er ekki hægt að borga með gjafakorti í vefverslun.

 6. Þessi síða er ekki að hjálpa mér!
  Ef þig vantar svar við spurningu sem ekki er svarað á þessari síðu bendum við þér vinsamlegast á að senda tölvupóst á 66north@66north.is.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK