Go to content
Innskráning

 

 

Ábyrgðarskilmálar

 

 

Vörur 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.


Við tökum á móti öllum fatnaði sem er framleiddur og/eða seldur af 66°Norður til viðgerðar eða breytinga á saumastofu okkar í Garðabæ gegn greiðslu.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni inn í verslun 66°Norður ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum. Við leggjum áherslu á að vörur séu hreinar áður en komið er með þær í viðgerð, óhreinar vörur/flíkur eru endursendar án viðgerðar.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK