Go to content
Innskráning

Okkar skuldbinding

Við í 66°Norður teljum það vera mikilvægan þátt í okkar hlutverki sem eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins að fara út fyrir ramma eigin hagsmuna og reglugerða. Þess vegna leitumst við stöðugt við að lágmarka umhverfisáhrif okkar og sýna samfélagslega ábyrgð í verki

Skattaspor

Framlag 66°Norður til samfélagsins

 

 

Staðfesting á kolefnisjöfnun

Sjóklæðagerðin hefur kolefnisjafnað heildarlosun sína árið 2019 með fjárfestingu í gróðursetningu 2.741 trés á vegum Kolviðs. 

Viðgerðir

Við skuldbindum okkur til að taka á móti öllum 66°Norður vörum sem þurfa á viðgerð að halda til að lengja líftíma þeirra. Sé um framleiðslugalla að ræða munum við að sjálfsögðu gera við vöruna viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.

Endurnýting

Við skuldbindum okkur til að taka á móti öllum 66°Norður vörum frá viðskiptavinum okkar og koma þeim til endurnýtingar.

Umönnun

Við skuldbindum okkur til að leitast stöðugt við að fræða viðskiptavini okkar um hvernig best er að annast 66°Norður vörur svo þær endist sem lengst.

Dúnn og feldur

Við skuldbindum okkur til að nota aðeins vottaðann dún, feld og aðrar dýraafurðir frá dýrum sem annast hafa verið með mannúðlegum hætti.

Efni

Við skuldbindum okkur til að vinna aðeins með ábyrgum efna- og aukahlutabirgjum sem inna af hendi framúrskarandi gæði.

Hönnunargildi

Við skuldbindum okkur til skapa hágæða vörur fyrir fjölbreytta notkun með því hugarfari að þær endist.

Verslanir og skrifstofur

Við skuldbindum okkur til að nota endurnýjanlega orku í verslunum okkar og skrifstofum þar sem hún er aðgengileg og leitast stöðugt við að eyða sóun í umhverfi okkar og ferlum.

Starfsfólk

Við skuldbindum okkur til að skapa ánægjulegt og heilsusamlegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær sanngjarna þóknun fyrir störf sín og njóta tækifæra til frekari starfsþróunar.

Samfélag

Við skuldbindum okkur til að stuðla að hagsæld í því samfélagi sem við rekum skrifstofur og framleiðslustöðvar með því að leggja okkar af mörkum til menntunar, menningar og heilsusamlegs lífernis.

Framleiðsla

Við skuldbindum okkur til að framleiða aðeins 66°Norður vörur í ábyrgum framleiðslustöðvum sem er annt um velferð starfsmanna og fylgja reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK