66°Norður x UN Women á Íslandi
UN Women á Íslandi og 66°Norður, í samstarfi við úkraínsku listakonuna Iryna Kamienieva, hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til verkefna UN Women í Úkraínu.
Styrktarbolurinn er samsettur af þjóðlegum Vyshyvanka mynstrum sem eru táknmynd verndar gegn öllu illu fyrir þann sem klæðist flíkinni og ljóði eftir úkraínsku skáldkonuna Lesia Ukrainka sem stendur fyrir von, þrána til að lifa, brosa og vinna og að gefast ekki upp þegar á móti blæs.
Í þessu átaki UN Women á Íslandi og 66°Norður er lögð mikil áhersla á vitundarvakningu hvað varðar þarfir og nauðsynlegan stuðning við konur á flótta og mikilvægi þess að konur taki þátt í friðarviðræðum.
Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Iryna Kamienieva - Ірина Камєнєва, sem er nýkomin til Íslands frá Úkraínu.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Hentar fyrir
Dagsdaglega notkun
- Stíll
Stuttermabolir
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.