Torfajökull er vatteruð kápa sem hentar vel þegar kalt er í veðri. Hún er einangruð með Thermore EcoDown, sem er gervidúnn úr 100% endurunnum þráðum sem framleiddir eru úr PET plastflöskum. Thermore EcoDown heldur vel hita, jafnvel í blautviðri og er einstaklega létt. Kápan er úr vatnsfráhrindandi efni sem er úr 100% endurunnu nyloni. Hönnunin er klassisk og sækir innblástur í eldri stíla 66°Norður. Hægt er að þrengja kápuna um snúrugöng sem eru í faldi. Lógó aftan á kraga sem tónar við aðallitinn.