Þessi bók var gefin út í tilefni 90 ára afmælis Sjóklæðagerðarinnar árið 2016. Hún er í senn afmælisgjöf og skálarræða þar sem bæði er horft um öxl og fram á veginn. Við höfum safnað saman ljósmyndum af fólki í leik og starfi þar sem það ver sig fyrir óblíðri veðráttunni með flíkum 66°Norður.