1/13

Sölvhóll

Product code: W11703-700-L
Sölvhóll vörulínan samanstendur af hágæðavörum, sem allar eru handgerðar á Íslandi og fást í takmörkuðu upplagi.
230.000 ISK
Litur
Gravel
Stærð L

Sölvhóll vörulínan samanstendur af hágæðavörum, sem allar eru handgerðar á Íslandi og fást í takmörkuðu upplagi. Vörurnar voru hannaðar með sjálfbærni og endurnýtingu í forgrunni þar sem mikil áhersla var lögð á að fullnýta allt hráefni.

Sölvhóll dömukápan er þriggja laga skel með kraga úr gæru (sem taka má af) sem hægt er að hafa upp í háls eða leggja niður. Á kápunni eru tvær gerðir af mittisbeltum, annað þeirra í gömlum stíl og hitt til þess að brjóta upp yfirbragð flíkurinnar.

Hönnunin byggir að hluta til á sígildum gæruúlpum fimmta áratugs síðustu aldar sem voru lengi vel eins konar óformlegur einkennisbúningur verkamanna. Það er ekki óalgengt að sjá ungt fólk klæðast slíkum úlpum sem það erfði frá foreldrum sínum eða jafnvel frá ömmu eða afa. Ef það er hugsað vel um Sölvhól þá gæti flíkin hæglega enst alla ævi og jafnvel lengur en það.

Dömu fyrirsætan er 179 cm á hæð og hún er í stærð M