Léttur og hlýr jakki með PrimaLoft® Gold einangrun á bol og í kraga. PrimaLoft® Gold er ótrúlega mjúkt og létt en heldur vel hita auk þess sem það er vatnsfráhrindandi og því er þessi jakki tilvalin flík á köldum degi. Bolurinn er með filmu í fóðrinu sem að endukastar hita aftur að líkamanum. Axlir, ermar og hliðarstykkin eru úr Polartec ® Power Stretch® efni sem að teygist á fjóra vegu. Það heldur léttum hita og dregur raka frá líkamanum. Efnið er hannað til að teygjast auðveldlega en ná fljótt aftur fyrri lögun og hentar þannig vel fyrir krefjandi hreyfingu.