Ós
Ós er léttur og hlýr jakki sem hentar vel fyrir ýmiskonar hreyfingu í kulda. Jakkinn er eingangraður á bol og kraga með Clo Eco Vivo örtrefjafyllingu. Einangrunin er unnin úr 90% endurunnum efnum og hefur þá eiginleika að anda vel án þess að hleypa hitanum út. Axlir, ermar og hliðarstykkin á jakkanum eru úr SEQUAL flísefni sem er framleitt úr endurunnu plasti úr sjónum. Flísefnið teygist á fjóra vegu sem gerir það að verkum að það er þægilegt að hreyfa sig í jakkanum. Ós er tilvalinn sem miðlag á köldum dögum eða einn og sér þegar það er milt í veðri. Tveir renndir vasar á hliðum og einn rúmgóður vasi að innan.
Ós er aðsniðinn og fellur þægilega að líkamanum.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
94% PL, 6% EA
- Ytra lag - Efni tvö
100% PL
- Lag
Miðja
- Stíll
Léttur jakki
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 15.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.