Oddi
Oddi er dúnúlpa sem hentar vel fyrir daglegt líf í borginni eða hvers konar stúss á veturna. Úlpan er einangruð með sérstakri aðferð þannig að dúnninn er aðskilinn með skilrúmum. Það skilar jafnri dreifingu dúnsins og kemur í veg fyrir að kuldi komist í gegnum saumana. Oddi er gerður úr afgangs efni úr verksmiðjum okkar og kemur því í takmörkuðu magni í hverjum lit.
Hægt er að festa dúnúlpuna Odda í skeljakkann á Tvíodda Parka. 66°Norður hefur um árabil aðeins notað dún í vörur sínar frá þýskum samstarfsaðila sem er með svonefndar Responsible Down Standards og The OEKO-TEX® Standard 100 vottanir.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% Polyamide
- Innra lag - Fóður
100% Polyamide
- Innra lag - Einangrun
90% gæsadúnn, 10% fjaðrir
- Stíll
Dúnúlpa
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.