Choose your shipping destination to see the products available in your location

Karfa
Saga Heiðars Loga

Kyrrð í ölduganginum

MyndbandElli Thor Magnússon & Daði Jónsson
Staðsetning

Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem þessa dagana eyðir tíma sínum í að elta uppi öldur við strendur Íslands ásamt því að stunda jóga af miklum móð.

Saga brimbrettakappans Heiðars Loga er ótrúleg. Þegar Heiðar Logi var aðeins átján ára skipti hann áfengi út fyrir adrenalínið. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla vegna erfiðs athyglisbrests fann Heiðar loks leið til að fá útrás fyrir alla orkuna á brimbrettinu og hefur síðan þá ekki litið til baka. 

Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem þessa dagana eyðir tíma sínum í að elta uppi öldur við strendur Íslands ásamt því að stunda jóga af miklum móð.

"Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu. Ég var með mikinn athyglisbrest og mjög orkumikill. Ég tók út orkuna mína á neikvæðan hátt og var á endanum rekinn úr skóla. Ég var stanslaust á iði, gat varla setið kyrr og náði hvergi að finna finna fyrir ró innra með mér.

Ég var settur á Rítalín þegar ég var 6 ára. Á því lyfi var ég töluvert rólegri, en þess í stað fann ég hvernig persónuleikinn minn hvarf. Þegar á leið fann ég hvernig mér fannst öll fegurð við áhugaverðar samræður hvarf."

Kyrrð í ölduganginum

„Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu. Ég var með mikinn athyglisbrest og mjög orkumikill. Ég tók út orkuna mína á neikvæðan hátt og var á endanum rekinn úr skóla. Ég var stanslaust á iði, gat varla setið kyrr og náði hvergi að finna finna fyrir ró innra með mér.“

„Ég var settur á Rítalín þegar ég var 6 ára. Á því lyfi var ég töluvert rólegri, en þess í stað fann ég hvernig persónuleikinn minn hvarf. Þegar á leið fann ég hvernig mér fannst öll fegurð við áhugaverðar samræður hvarf.“

„Þegar ég var um 15 ára gamall, þá prófaði ég að fara á brimbretti í fyrsta sinn. Þar fann ég loksins, í fyrsta sinn, einhversskonar tól sem gæti hjálpað mér að vera rólegri og þar af leiðandi meira ég sjálfur. Ég gat loks lagst upp í rúm og farið beint að sofa, í stað þess að liggja í rúminu klukkutímum saman með alla þessa orku kraumandi innra með mér. Það var á þeim tímapunkti sem ég áttaði mig á því, að þetta myndi vera mitt eigið líf.“

„Mig dreymdi alltaf um að verða atvinnumaður í íþróttum, á snjóbretti eða brimbretti, en það var svo margt sem kom í veg fyrir það. Ég var að vinna fulla vinnu allan daginn og kom heim dauðþreyttur. Það er erfitt að gera mikið meira en það. Þannig að ég tók ákvörðun fyrir nokkrum árum um að fókusera á að gera þessa hluti sem ég elska og mig langar að gera. Það tók mjög mikla vinnu og gríðarlegan tíma og það var dálítið ógnvekjandi í fyrstu, en núna er ég kominn á þann stað að ég get framkvæmt allt það sem ég hef löngun til.“

„Ég lifi svolítið hröðu lífi. Það er margt í gangi, mikið af verkefnum, og margt sem mig langar til að gera. En þegar ég geri jóga þá kemst ekkert annað að. Það hægist á mér öllum og ég nýt þess að vera með sjálfum mér. Mér fannst þetta mjög skrítið til að byrja með en fann fljótlega að þetta væri fyrir mig. Þú beinir huganum annað hvort í eina átt eða þú reynir að tæma hann alveg. Maður er ekki að pæla í hvað á að vera í kvöldmat eða hvenær þú ætlar að setja í þvottavél. Þegar þú ert að stunda jaðarsport, hvort sem það er á brimbretti eða krossara, þá verðurðu að einbeita þér 100% því annars er það stórhættulegt. Og þá ertu að beina huganum í eina átt. Þannig að það má segja að jaðarsport sé hálfgerð hugleiðsla því það tæmir hugann. Þögnin og friðsældin sem felst í því að vera svona einbeittur, það er það sem fær fólk til að stunda þetta.“

Hverju skal klæðast

Eftirlætis fatnaður Heiðars Loga

FULL FRAMLEIÐSLUÁBYRGÐ
SKILAFRESTUR veitir 14 daga til að skila
SENDINGARTÍMI 1-4 virkir dagar
PÓSTUR
Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um vörur og fréttir frá 66°Norður
Skráðu þig
Opnunartímar verslana
Hér finnur þú upplýsingar um opnunartíma verslananna okkar
66ºNorður
Karlar
Aðstoð & upplýsingar
Hafðu samband
66north@66north.com
+354 535 6600
Midhraun 11, 210 Gardabaer
Viltu starfa hjá okkur?
Samfélagsmiðlar
Klæddu þig vel
© 66ºNorður Ísland, Allur réttur áskilinn
Persónuvernd og vafrakökur