Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Elísabet Margeirsdóttir

Árið 2018 varð Elísabet Margeirsdóttir fyrsta konan í heiminum til að klára 400 kílómetra Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum.

Fimmtán árum áður hafði hún ekki getað ímyndað sér að hún ætti eftir að verða einn besti langhlaupari Íslands, eins og hún er í dag.

Það má segja að áhugi Elísabetar fyrir hlaupum hafi kviknað í hlaupaprófi í íþróttatíma í MR. Þá hafði hún sett sér það markmið að ná undir því tímamarki sem þurfti til ágætis einkunnar prófsins. Með því hafði hún sett sér sitt fyrsta hlaupamarkmið og lagt grunninn að því sem koma skildi.

Á árunum sem þar fylgdu eftir, spiluðu hlaup sífellt stærra hlutverk í lífi Elísabetar og eyddi hún orðið miklum tíma í að hlaupa sér til heilsubótar. Þó svo að hún hafi ekki skilgreint sig sem hlaupara á þessum tíma hafði markmiðasetning í hlaupunum orðið að stóru áhugamáli.

Það var árið 2009 þegar Elísabet skráði sig í fyrsta sinn í Laugavegshlaupið að hlaupin urðu meira en bara áhugamál. Elísabet var þá í fyrsta sinn komin í hlaupahóp og æfði markvisst undir leiðsögn þjálfara. Það átti eftir að reynast lykilákvörðun í þeim afrekum sem á eftir fylgdu, en hún hefur vart stoppað síðan þá.

Lesið meira um ráðleggingar Elísabetar um hlaup að vetri til.

"Svo geri ég það líka að ég loka augunum og ímynda mér að ég sé á ráslínunni og fer í gegnum hlaupið í huganum. Þótt ég viti ekki nákvæmlega hvernig þetta verður.

Það verða allir að vera búnir að sjá fyrir sér að koma í mark, fagnandi - sama hvað, sama hvernig gengur. Maður klárar síðan hlaupið, og maður steingleymir því hvað það var erfitt."

Það verða allir að vera búnir að sjá fyrir sér að koma í mark, fagnandi - sama hvað, sama hvernig gengur.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK