Kría úlpan byggir á okkar allra fyrsta útivistarjakka sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Úlpan er gerð úr hátæknilegu Polartec® Neoshell® efni, sem andar vel og er vatns- og vindhelt. Úlpan er einangruð með Polartec® Power Fill™ örtrefjafyllingu sem er framleidd úr 100% endurunnu efni og er mjög hlý, mjúk og létt. Hettan er einnig einangruð og hægt er að taka hana af. Tveir stórir vasar að framan og einn brjóstvasi með ísaumuðu Kríu merki.
Úlpan er í stóru sniði. Snúrugöng í mitti til að þrengja.