1/9

Kría

Product code: W11305-C246-XS/S
Stuttur jakki í víðu sniði framleiddur úr Polartec®NeoShell® efni sem fallið hefur til við framleiðslu okkar.
61.000 ISK48.800 ISK
Litur
Bright Red
Stærð XS/S

Jakki í stuttu og víðu sniði framleiddur úr Polartec®NeoShell® efni sem hefur fallið til við framleiðslu okkar. Efnið er vatnsfráhindandi, andar vel og er vindhelt.

Tveir renndir hliðarvasar eru á jakkanum og brjóstvasi með bróderuðu Kríu lógói.

Kríu-línan frá 66°Norður er gerð úr Polartec® flísefni og Polartec® NeoShell® sem hefur fallið til við framleiðsluna á síðustu árum. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.

„Kríu línan endurspeglar hönnunargildin okkar: hagnýt og tæknileg hönnun en falleg og grípandi á sama tíma. Kríu línan endurspeglar skuldbindingu okkar til hringrásar og minni sóunar. Kría felur ekki bara í sér að nota afgangsefni heldur búa til fatnað sem er gerður til að duga áratugum saman, hvort sem horft er til endingar eða útlits.“

Dömu fyrirsætan er 174 cm á hæð og hún er í stærð M