Krafla er hlý og góð dúnúlpa í hefðbundnu sniði. Hún er framleidd úr 100% endurunnu efni sem litað er með náttúrulegu litarefni. Úlpan er mjög hlý en þó hvorki fyrirferðarmikil né þung þannig að það er auðvelt að athafna sig í henni og vera á ferðinni. Úlpan er einangruð með 90% VET vottuðum hvítum andadún og 10% fjöðrum. Krafla er úr vatnsfráhrindandi og vindheldu efni. Tveir renndir vasar að framan og einn renndur vasi að innan.
Dúnúlpa í yfirstærð. Mælt er með að taka einni stærð minna en venjulega. Fyrir konur er mælt með að taka tveimur stærðum minni en venjulega.