Grótta
Síður jakki gerður úr slitsterku og endingargóðu efni sem er jafnframt vatnsfráhrindandi og með vatnsheldum eiginleikum á álagssvæðum. Efnið eykur endingu jakkans ásamt því að gefa honum skemmilegt og nútímalegt útlit.
Á jakkanum eru endurskins rendur fyrir aukinn sýnileika og á hettunni er teygja með snúrugöngum til þrengingar. Tveir vasar að framan og tveir vasar að innan. Jakkinn er renndur að framan með tveggja sleða rennilás ásamt smelltum stormlista. 66°Norður og kríu lógó með endurskini.
Fyrir aukin þægindi og notagildi er jakkinn stór í sniði, svo hægt er að klæðast grunn- og miðlagi innanundir. Auðvelt er að athafna sig í honum og vera á ferðinni.
Herra fyrirsætan er 184 cm á hæð og hann er í stærð L
Dömu fyrirsætan er 180 cm á hæð og hún er í stærð M
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% polyamide
- Ytra lag - Fóður
100% polyamide
- Innra lag - Einangrun
100% endurunnið polyethylene
- Stíll
Einangraðir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.