Dyngja
Dyngja er úlpa byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 16 árum. Flíkin er hönnuð fyrir daglegt líf í borginni eða hvers konar stúss á veturna. Dyngja kemur einnig sem dúnkápa og sem dúnvesti. Tveir renndir vasar að framan, hár kragi og hetta sem að hægt er að taka af. Aðalefnið í flíkinni er gert úr endurunnu polyester sem er gert úr notuðum plastflöskum (PET). Endurunnið polyester gefur þessum plastflöskum annað líf en þær myndu annars enda í landfyllingu og í sjónum. Það að nota endurunnið polyester hefur þau áhrif að olíunotkun og kolefnislosun minnkar en einnig þau að orka sparast og vatnsnotkun er minni í framleiðsluferlinu.
Úlpan er stór í sniði og hentar öllum.
Dömu fyrirsætan er 177 cm á hæð og hún er í stærð S
- Ytra lag - Aðal
Svarta: 100% endurunnið nylon. Ljósbláa og brúna: 100% endurunnið PA.
- Innra lag - Fóður
100% polyester.
- Innra lag - Einangrun
800 fill power: 90% VET vottaður andadúnn, 10% fjaðrir | Andadúnn | RESPONSIBLE DOWN STANDARD
- Þvottaleiðbeiningar
Þvo í þvottavél á eða undir 30°C
Má ekki bleikja með klór
Má þurrka í þurrkara á lágum hita
- Stíll
Dúnúlpa