Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Klæddu af þér kuldann

Það er mikilvægt að allir séu vel búnir áður en haldið er út og besta leiðin til þess er að klæðast réttu lögunum. Þannig verður þér ekki of kalt og ekki of heitt. Hvert einasta lag á að vera tæknilegt, geta andað vel og haldið hita. Hér fyrir neðan förum við yfir það hvernig best er að klæða sig og hvernig flíkum við mælum með. 

Þessi lög halda á þér hita

Grunnlag - til að halda húðinni þurri og hleypa svita út frá líkamanum. Grunnlag er þunnt, lipurt og á að liggja þétt að líkamanum og einangra. 

Miðlag - til að geyma loft, þetta lag er aðal hitaeinangrunin. Miðlagið verður að anda vel og veita svita frá grunnlagi út. 

Einangrun - geymir meira loft en miðlag. Þetta er dúnn eða fiberefni eins og Primaloft. Þetta getur verið vesti eða jakki/úlpa sem hægt er að fara í innundir skelina eða nota í stuttum pásum utan yfir skelina.

Ysta lag - er skelin sem verndar innri lögin tvö fyrir veðri, vindi og úrkomu. Til að loka ekki svitann inni í innri lögum viljum við hafa góða öndun. 

Grunnlag

Básar hálfrenndur ullarbolur

Hlýr og léttur ullarbolur úr 100% Merino ull.  Merino ullin hefur sérlegan eiginleika til að halda líkamanum þurrum og hlýjum. Allir saumar eru stungnir til að koma í veg fyrir að þeir erti húðina.  Léttur rennilás að framan sem gefur kost á auka öndun. Veldur ekki kláða.  

Fyrir börnin: Valhöll

Miðlag

Vík rennd peysa

Létt, aðsniðin og einstaklega þægileg peysa úr Polartec® Power Stretch®Pro efni. Hægt er að nota jakkann hvort tveggja sem nærfatnað og sem miðlag. Tveggja sleða rennilás að framan. Tveir vasar að framanverðu. Polartec® Power Stretch® efnið er einstaklega létt, teygist á fjóra vegu, þornar fljótt auk þess sem það andar vel. 

Fyrir börnin: Loki flíspeysa

Einangrun

Vatnajökull vesti

Létt og einstaklega hlýtt vesti sem hentar jafnt í fjallaferðir og ferðir innanbæjar. Vestið er hægt að nota eitt og sér eða undir skel sem auka einangrun í mjög vondum veðrum eða fjallaferðum. Vestið er einangrað með PrimaLoft® Gold Insulation örtrefjafyllingu sem er ótrúlega mjúk og létt auk þess að vera vatnsfráhrindandi. 

Fyrir börnin: Primaloft jakki

Ystalag

Snæfell Jakki

Hágæða, tæknilegur jakki úr Polartec® NeoShell®. Vatns- og vindheldur með einstaka öndunareiginleika. Frábær útivistajakki með 10.000 mm vatnsheldni og mikla öndun þannig að enginn raki myndast að innanverðu. Vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alla hreyfingu svo sem skíði, göngur, hjólreiðar og klifur. 

Fyrir börnin: Rán jakki

Ef kalt er í veðri er gott að hafa einangrandi lag með eins og Primloft jakka eða vesti til að klæðast yfir miðlag, til dæmis í skíðalyftunni eða þegar tekin er pása.
En auðvitað er stundum nóg vera bara í miðlagi eins og flíspeysu. Vík peysurnar okkar virka mjög vel sem miðlag. Þær fást bæði úr Polartec® Power Stretch ® Pro efni, sem er létt og hlýtt og þornar vel, og Pontetorto Tecnostretch, sem þornar fljótt og andar vel en er þynnra en Power Stretch.

Steldu stílnum

Jón Jónsson á skíðum

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK