Go to content
Innskráning

Útihlaup

Útihlaup

Útivist og hreyfing hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Að hlaupa úti í náttúrunni er gott fyrir heilsuna á allan hátt, bæði líkamlega og andlega. Það er nauðsynlegt að stýra álaginu rétt og hlusta vel á líkamann til að forðast öll meiðsli, veikindi og einnig til að viðhalda áhuganum.

Við brýnum einnig fyrir fólki að fara varlega og fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hverju sinni og fylgjast vel með á covid.is. Mælst er gegn því að stunda útivist í hóp, forðast skal alla snertingu og mikilvægt að virða fjarlægðarmörk milli einstaklinga sem á vegi verða.

Við heyrðum í Elísabetu Margeirsdóttur, einni reyndustu hlaupakonu landsins um hvað það er sem drífur hana áfram við að hlaupa og hvað er gott að hafa í huga til að koma sér af stað.

"Ég hleyp af mörgum ástæðum til dæmis fyrir hugarró og vellíðan en einnig reyni ég að bæta árangur minn eins og ég get á hverju æfingatímabili.

Það er mikilvægt að byrja rólega og njóta hvers skrefs. Stærstu mistökin sem fólk gerir er að fara of hratt af stað. Fólk fer og hleypur of oft, of langt og alltof hratt. Fyrsta markmiðið ætti að byrja að fara út reglulega og halda stöðugleika í æfingum. Fara frekar mjög rólega í aðeins lengri tíma í stað þess að reyna að klára ákveðinn kílómetrafjölda á sem skemmstum tíma. Um 80% af mínum hlaupum eru mjög róleg og gera mér kleyft að vera ferskari á erfiðari æfingum.

Þegar ég byrja að hlaupa eftir hvíldartímabil byrja ég alltaf á nokkrum vikum þar sem ég hleyp mjög rólega til að byggja mig upp fyrir meira álag."

Gott er að finna út hvað getur hvatt mann áfram þegar maður nennir ekki alltaf út t.d. hlaupafélagar, tónlist, hlaðvörp eða nýjar hlaupagræjur. Hlaupaþjálfun felst einnig í því að temja hugann og að vera í núinu.

"Það sem hvetur mig mest áfram er að skoða nýjar hlaupaleiðir og helst úti í náttúrunni. Ég er þá alltaf að sjá eitthvað nýtt og það er auðvelt að gleyma sér í fallegri náttúru. Hlaup í náttúrunni er líka einstaklega góð fyrir líkamann því undirlagið er mýkra og ójafnara. Það er mikilvægt að fara rólega því ójafnt undirlag gerir hlaupin meira krefjandi en einnig skemmtilegri."

"Mín uppáhaldssvæði eru Heiðmörk og Úlfarsfell"

"Mín uppáhaldssvæði til að hlaupa í náttúrunni eru t.d. Heiðmörk og Úlfarsfell. Það eru ótalmargir möguleikar og það er einfalt að komast á mjúka náttúrustíga í Öskjuhlíð, Laugadal og Elliðaárdalnum. Stígarnir í kringum Vífilsstaðavatn og Hvaleyrarvatn eru einnig frábærir fyrir byrjendur."

Elísabet mælir með eftirfarandi leiðum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Smelltu á takkann fyrir neðan myndirnar til að ná í skrár í .gpx formi sem hægt er að hlaða inn í GPS úr eða tæki.

Vífilsstaðavatn/Vífilsstaðahlíð - 9.3 km

Hólmahringur- 2.57 km.

Heiðmörk - 7.6 km.

Elliðárdalur - 12.6 km

"Það er mikilvægt að klæða sig eftir veðri á hlaupunum. Best að klæðast nokkrum þynnri lögum sem hægt er að klæða af sér og forðast bómul. Góð húfa, vettlingar og buff um hálsinn er gríðarlega mikilvægt að hafa meðferðis á þessum árstíma."

"Við þjálfararnir í Náttúruhlaupunum þurfum núna að minna fólk á að huga vel að heilsunni. Álag eykst í vinnu og heima og þá þarf að passa að álagið á hlaupaæfingunum verði ekki of mikið. Við leggjum því mikla áherslu á upplifun og að njóta þessa dagana."

Hlauptu undir leiðsögn Elísabetar

Hentugur hlaupafatnaður

Smelltu á örvarnar til að fletta á milli stíla.

Til baka á upphafssíðu

Förum varlega, en hreyfum okkur.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK