Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
7. Desember

Tindur

Tindur er nú fáanlegur í verslunum okkar í Kringlunni, Laugavegi 17-19, SmáralindFaxafeni og vefverslun.

Tindur er fáanlegur í þremur lita-útgáfum; fjólubláum, grænum - litir innblásnir af norðurljósunum - og svörtum.

Athuga skal að ekki er hægt að taka Tind úlpuna frá né nýta afsláttarkjör við kaup. Úlpuna er einungis hægt að versla í ofangreindum verslunum.

Tindur dúnúlpa er ein af okkar vönduðustu dúnúlpum frá upphafi, en hún er fyllt hágæða andardún og úr sterku og endingargóðu efni með áferð sem endurvarpar ljósi á einstakan hátt.

Innri hluti úlpunnar er byggður upp á þann hátt að dúninn er hólfaður niður milli sauma og færist því ekki úr stað við notkun.

Upphaflega var Tindur hannaður sem heilgalli fyrir Leif Örn þegar hann gekk upp norðurhlið Everest. 

Nánari upplýsingar:

  • Hetta sem hægt er að taka af, snúrugöng til að þrengja við op.
  • Tveir renndir vasar að frama og tveir að innanverðu.
  • Snjóhlíf í mitti.
  • Tveggja sleða rennilás, smelltur stormlisti og stroff við úlnlið.
  • Andardúnninn er VET vottaður.
  • Dúnninn er hólfaður niður til að koma í veg fyrir að hann færist úr stað.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK