Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
Haust / Vetur 2019

Tindur dúnúlpa

Haust / Vetur 2019

Tindur dúnúlpa

Um Tind

Tindur er hágæða dúnúlpa með 800 fill-power dúnfyllingu. Tæknileg hönnun úlpunnar er byggð á dúngalla Leifs Arnar Svavarssonar, sem fór fyrstur Íslendinga upp norðurhlið Mount Everest.

Tindur er ein vandaðasta dúnúlpan okkar og veitir einstakt skjól í erfiðustu veðurskilyrðum.

Eiginleikar

  • Hetta sem hægt er að taka af, snúrugöng til að þrengja við op.
  • Tveir renndir vasar að framan og tveir að innanverðu. Einn opinn vasi að innanverðu.
  • Snjóhlíf í mitti.
  • Tveggja sleða rennilás, smelltur stormlisti og stroff við úlnlið.
  • Andadúnninn er VET vottaður.
  • Skel: 50% Nylon, 50% polyester.
  • Einangrun: 90% andadúnn, 10% fjaðrir.
  • 800 fill-power dúnn.
  • Dúnninn er hólfaður niður á sérstakan hátt til að gefa betri einangrun og til að koma í veg fyrir að hann færist úr stað.

Á toppi Mt. Everest

Leifur Örn Svavarsson

Árið 2013 varð Leifur Örn Svavarsson fyrsti Íslendingurinn til að klífa upp norðurhlið Mt. Everest. Leifur klæddist fatnaði frá 66°Norður á leið sinni upp fjallið, en þar á meðal var hann með stóran og mikinn dúngalla sem hannaður var eftir hans þörfum. Þessi sami dúngalli varð síðar innblásturinn fyrir tæknilegri hönnun Tinds dúnúlpunnar.

Nafnið á úlpunni, Tindur, er skírskotun í ferð Leifs á efsta tind Mt. Everest.

Sérstök framleiðsla á dúnhólfum

Tindur er hannaður með sérstökum kassalaga dúnhólfum sem bjóða upp á jafnari þykkt og liggja þétt upp við hvort annað.

Einangrun í dúnúlpum kemur frá þess til gerðum hólfum sem fyllt eru af dúni. Með því að leyfa þessum dúnhólfum að draga í sig loft þá gerum við úlpunni kleyft að verjast kulda, en loft er einstaklega góður einangrunargjafi og dúnninn hefur þann eiginleika að halda að sér miklu lofti. Þegar úlpan er svo í notkun, þá fangar dúnninn hitann sem að líkaminn gefur frá sér og heldur honum innan úlpunnar. Því meira loft sem að dúnninn fangar, því betri einangrun gefur hann.

 

Það eru almennt séð tvenns konar aðferðir við að framleiða dúnhólf í dúnúlpum. Hefðbundna aðferðin er sú að sauma í gegnum tvö lög af efni og halda dúninum þannig á sínum stað. Hin aðferðin, sem notuð er í framleiðslu á Tind dúnúlpunni, er sú að sauma kassalaga hólf sem hefur jafnari þykkt.

Sú aðferð sem notuð er í Tind dúnúlpunni skilar því af sér dúnpúða sem gerir dúninum kleift að halda að sér meira lofti, auk þess sem púðarnir liggja þéttara saman og verjast því betur kulda. Framleiðslan á dúnúlpum með slík dúnhólf er margfalt flóknari og tímafrekari en á hefðbundnum dúnúlpum, en framleiðsla á einni Tind úlpu getur tekið upp undir 10 klukkustundir.

Sérstök framleiðsla á dúnhólfum

Tindur er hannaður með sérstökum kassalaga dúnhólfum sem bjóða upp á jafnari þykkt og liggja þétt upp við hvort annað.

Einangrun í dúnúlpum kemur frá þess til gerðum hólfum sem fyllt eru af dúni. Með því að leyfa þessum dúnhólfum að draga í sig loft þá gerum við úlpunni kleyft að verjast kulda, en loft er einstaklega góður einangrunargjafi og dúnninn hefur þann eiginleika að halda að sér miklu lofti. Þegar úlpan er svo í notkun, þá fangar dúnninn hitann sem að líkaminn gefur frá sér og heldur honum innan úlpunnar. Því meira loft sem að dúnninn fangar, því betri einangrun gefur hann.

Það eru almennt séð tvenns konar aðferðir við að framleiða dúnhólf í dúnúlpum. Hefðbundna aðferðin er sú að sauma í gegnum tvö lög af efni og halda dúninum þannig á sínum stað. Hin aðferðin, sem notuð er í framleiðslu á Tind dúnúlpunni, er sú að sauma kassalaga hólf sem hefur jafnari þykkt.

Sú aðferð sem notuð er í Tind dúnúlpunni skilar því af sér dúnpúða sem gerir dúninum kleift að halda að sér meira lofti, auk þess sem púðarnir liggja þéttara saman og verjast því betur kulda. Framleiðslan á dúnúlpum með slík dúnhólf er margfalt flóknari og tímafrekari en á hefðbundnum dúnúlpum, en framleiðsla á einni Tind úlpu getur tekið upp undir 10 klukkustundir.

Hönnun frá 1992

Útlit Tinds dúnúlpunnar er byggt á hönnun Vatnajökuls úlpunnar sem var vinsæl á meðal Íslendinga á tíunda áratugnum, en sú úlpa byrjaði í framleiðslu hjá okkur upp úr 1992. 

Takmarkað upplag

Snið, umhirða og ábyrgð

Tindur dúnúlpan, ásamt öllum vörum 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.

Tindur dúnúlpan er hönnuð í stórum stærðum og því er mælt með því að taka minni stærð í stað stærri.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún. Takið skinnkanntinn af áður en úlpan er þvegin. Lokið öllum vösum og rennilásum. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisbolta til þess að berja dúninn í sundur. Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni á rönguna. Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK