Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Sumar

Sumar

Biðin er á enda.

 

Við höfum öll beðið eftir sumrinu frá því löngu fyrir sumardaginn fyrsta. Beðið eftir því að geta setið úti á svölum og fundið grilllyktina úr næsta garði. Beðið eftir því að fara í pils. Beðið eftir því að keyra út í buskann með tjald og svefnpoka og svolitla ævintýraþrá. Beðið eftir því að geta gengið á fjall, eða hlaupið upp það, eða hjólað upp það. Beðið eftir því að geta veitt á stöng. Beðið eftir því að geta verið með landinu okkar á björtum sumarnóttum. Og nú er biðin á enda. Við viljum bara minna alla á að klæða sig vel. Þar getum við hjálpað.

Góða skemmtun í sumar,

66°Norður.

Við höfum öll beðið eftir sumrinu frá því löngu fyrir sumardaginn fyrsta. Beðið eftir því að geta setið úti á svölum og fundið grilllyktina úr næsta garði. Beðið eftir því að fara í pils. Beðið eftir því að keyra út í buskann með tjald og svefnpoka og svolitla ævintýraþrá. Beðið eftir því að geta gengið á fjall, eða hlaupið upp það, eða hjólað upp það. Beðið eftir því að geta veitt á stöng. Beðið eftir því að geta verið með landinu okkar á björtum sumarnóttum. Og nú er biðin á enda. Við viljum bara minna alla á að klæða sig vel. Þar getum við hjálpað.

Góða skemmtun í sumar,

66°Norður.

  


Vill ekki sitja
á skrifstofu.

 

Að klífa Hvannadalshnjúk er
eins og að reima á sig skóna fyrir
Einar Rúnar Sigurðsson.

Vill ekki sitja
á skrifstofu.

 

Að klífa Hvannadalshnjúk er
eins og að reima á sig skóna fyrir
Einar Rúnar Sigurðsson.

   

  

  

 

Á hverju hausti fer fjallaleiðsögumaðurinn Einar Rúnar á Vatnajökul í leit að íshellum sem er öruggt að heimsækja. Hann býr í Öræfasveit og fyrir honum er það svolítið bara eins og að fara út í garð og spássera. Einar hefur farið 297 sinnum á Hnjúkinn.

„Ég ætlaði ekkert að verða leiðsögumaður. Ég ætlaði að verða ljósmyndari. Í fyrstu fór ég bara með atvinnuljósmyndara uppá jökul. Núna mætir fólk í ferðir með snjallsíma og kjánaprik og ég hugsa bara: „hann er á leiðinni inn í íshelli og ætlar ekki einusinni að taka með sér þrífót!?“

„Ég uppgötvaði þessa 20-25 íshella sem var verið að heimsækja á þessu misseri. Og ég gaf flestum hellunum sem myndast ár frá ári nafn. En maður getur ekki verið viss um að þeir myndist alltaf aftur. Jökullinn er að hopa mjög hratt þótt vatnið renni eins undir honum. Ég hef verið að taka myndir af jöklinum síðan 1994 og þegar maður skoðar myndirnar í dag þá sér maður að jökullinn hefur hopað um heilan kílómetra og sums staðar er hann 80 metrum þynnri.“

„Það er skrítið en héðan úr Öræfum eru ekki margar draugasögur. En ég man eftir því, þegar ég var lítill drengur, þá voru vestrar gjarnan sýndir í sjónvarpinu. Og ég horfði útum gluggann á býlinu og í átt að jöklinum og ég ímyndaði mér að handan við jökulbrúnina væri slétta þar sem riðu kúrekar og indíánar.“

„Ég stend í þessu því ég elska að vera úti í náttúrunni. Ég vil ekki þurfa að sitja á skrifstofu allan daginn og svara tölvupóstum. Lífið snýst fyrir mér um að eiga nóg til að geta haldið heimili hér. Mig vantar ekkert meira. Ég gæti pottþétt verið ríkari ef ég ynni eins og brjálæðingur. En maður getur ekki eytt lífi sínu þannig. Þú verður að njóta þess allt árið -og líka næsta ár. Annars er það ekki þess virði.“

  

  

Á hverju hausti fer fjallaleiðsögumaðurinn Einar Rúnar á Vatnajökul í leit að íshellum sem er öruggt að heimsækja.Hann býr í Öræfasveit og fyrir honum er það svolítið bara einsog að fara út í garð og spássera. Einar hefur farið 297 sinnumá Hnjúkinn.

„Ég ætlaði ekkert að verða leiðsögumaður. Ég ætlaði að verðaljósmyndari. Í fyrstu fór ég bara með atvinnuljósmyndara uppá jökul. Núna mætir fólk í ferðir með snjallsíma og kjánaprik og ég hugsa bara: „hann er á leiðinni inn í íshelli og ætlar ekki einusinni að taka með sér þrífót!?“

„Ég uppgötvaði þessa 20-25 íshella sem var verið að heimsækja á þessu misseri. Og ég gaf flestum hellunum sem myndast ár frá ári nafn. En maður getur ekki verið viss um að þeir myndist alltaf aftur. Jökullinn er að hopa mjög hratt þótt vatnið renni eins undir honum. Ég hef verið að taka myndir af jöklinum síðan 1994 og þegar maður skoðar myndirnar í dag þá sér maður að jökullinn hefur hopað um heilan kílómetra og sums staðar er hann 80 metrum þynnri.“

 „Það er skrítið en héðan úr Öræfum eru ekki margar draugasögur. En ég man eftir því, þegar ég var lítill drengur, þá voru vestrar gjarnan sýndir í sjónvarpinu. Og ég horfði útum gluggann á býlinu og í átt að jöklinum og ég ímyndaði mérað handan við jökulbrúnina væri slétta þar sem riðu kúrekar og indíánar.“

„Ég stend í þessu því ég elska að vera úti í náttúrunni. Ég vil ekki þurfa að sitja á skrifstofu allan daginn og svara tölvupóstum. Lífið snýst fyrir mér um að eiga nóg til að geta haldið heimili hér. Mig vantar ekkert meira. Ég gæti pottþétt verið ríkari ef ég ynni eins og brjálæðingur. En maður getur ekki eytt lífi sínu þannig. Þú verður að njóta þess allt árið -og líka næsta ár. Annars er það ekki þess virði.“

 

 

 

Jaðarsport
er hugleiðsla

 

Heiðar Logi Elíasson lifir hröðu lífi
en finnur frið á öldunum.

Jaðarsport
er hugleiðsla

 

Heiðar Logi Elíasson lifir hröðu lífi
en finnur frið á öldunum.

 

 

Brimbrettagaurinn Heiðar Logi skipti áfenginu út fyrir adrenalín þegar hann var aðeins átján ára gamall. Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem er núna fararstjóri í útskriftarferð læknis- og lyfjafræðinema á Balí. Nemarnir djamma á kvöldin en þá er Heiðar „mest bara að borða“ að eigin sögn.

„Mig dreymdi alltaf um að verða atvinnumaður í íþróttum, á snjóbretti eða brimbretti, en það var svo margt sem kom í veg fyrir það. Ég var að vinna fulla vinnu allan daginn og kom heim dauðþreyttur. Það er erfitt að gera mikið meira en það. Þannig að ég tók ákvörðun fyrir nokkrum árum um að fókusera á að gera þessa hluti sem ég elska og mig langar að gera. Það tók mjög mikla vinnu og gríðarlegan tíma og það var dálítið ógnvekjandi í fyrstu, en núna er ég kominn á þann stað að ég get framkvæmt allt það sem ég hef löngun til.“

„Ég lifi svolítið hröðu lífi. Það er margt í gangi, mikið af verkefnum, og margt sem mig langar til að gera. En þegar ég geri jóga þá kemst ekkert annað að. Það hægist á mér öllum og ég nýt þess að vera með sjálfum mér. Mér fannst þetta mjög skrítið til að byrja með en fann fljótlega að þetta væri fyrir mig. Þú beinir huganum annað hvort í eina átt eða þú reynir að tæma hann alveg. Maður er ekki að pæla í hvað á að vera í kvöldmat eða hvenær þú ætlar að setja í þvottavél. Þegar þú ert að stunda jaðarsport, hvort sem það er á brimbretti eða krossara, þá verðurðu að einbeita þér 100% því annars er það stórhættulegt. Og þá ertu að beina huganum í eina átt. Þannig að það má segja að jaðarsport sé hálfgerð hugleiðsla því það tæmir hugann. Þögnin og friðsældin sem felst í því að vera svona einbeittur, það er það sem fær fólk til að stunda þetta.“

  

    

  

Brimbrettakappinn Heiðar Logi skipti áfenginu út fyrir adrenalín þegar hann var aðeins átján ára gamall. Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem í dag er atvinnubrimbrettakappi og þessa dagana fararstjóri í útskriftarferð læknis- og lyfjafræðinema á Balí. Nemarnir djamma á kvöldin en þá er Heiðar „mest bara að borða“ að eigin sögn.

„Mig dreymdi alltaf um að verða atvinnumaður í íþróttum, á snjóbretti eða brimbretti, en það var svo margt sem kom í veg fyrir það. Ég var að vinna fulla vinnu allan daginn og kom heim dauðþreyttur. Það er erfitt að gera mikið meira en það. Þannig að ég tók ákvörðun fyrir nokkrum árum um að fókusera á að gera þessa hluti sem ég elska og mig langar að gera. Það tók mjög mikla vinnu og gríðarlegan tíma og það var dálítið ógnvekjandi í fyrstu, en núna er ég kominn á þann stað að ég get framkvæmt allt það sem ég hef löngun til.“

„Ég lifi svolítið hröðu lífi. Það er margt í gangi, mikið af verkefnum, og margt sem mig langar til að gera. En þegar ég stunda jóga þá kemst ekkert annað að. Það hægist á mér öllum og ég nýt þess að vera með sjálfum mér. Mér fannst þetta mjög skrítið til að byrja með en fann fljótlega að þetta væri fyrir mig. Þú beinir huganum annað hvort í eina átt eða þú reynir að tæma hann alveg. Maður er ekki að pæla í hvað á að vera í kvöldmat eða hvenær þú ætlar að setja í þvottavél. Þegar þú ert að stunda jaðarsport, hvort sem það er á brimbretti eða krossara, þá verðurðu að einbeita þér 100% því annars er það stórhættulegt. Og þá ertu að beina huganum í eina átt. Þannig að það má segja að jaðarsport sé hálfgerð hugleiðsla því það tæmir hugann. Þögnin og friðsældin sem felst í því að vera svona einbeittur, það er það sem fær fólk til að stunda þetta.“

  

   

Stöngin, ég
& nokkrar rollur.

 

Veiðin er samofin sjálfri tilverunni
fyrir Valgerði Árnadóttur.

Stöngin, ég
& nokkrar rollur.Veiðin er samofin sjálfri tilverunni
fyrir Valgerði Árnadóttur.

  

  

   

Fluguveiðar eru Völu í blóð bornar: sem barn fór hún til nágrannans og skipti fiskinum sem hún hafði veitt sjálf fyrir súkkulaðistykki. Hún heldur að ljósmyndir af henni átta mánaða gamalli, hangandi utan á pabba sínum þar sem hann stendur við ána og veiðir, færu ekki vel í barnaverndaryfirvöld á 21. öldinni.

„Þegar ég var lítil, kannski bara 4-5 ára, þá rétti pabbi mér maðk og bað mig um að geyma hann. Allan daginn spurði ég reglulega „pabbi, ætlarðu að nota minn orm núna?“ alveg þangað til að það var komið að síðasta kastinu. Þá setti hann maðkinn minn á öngulinn, allan kraminn og soðinn eftir að hafa verið í lófanum á mér í sex tíma. Þannig hélt hann mér góðri og spenntri allan daginn.“

„Ég byrjaði svo lítil í þessu að það var ekki fyrr en ég var orðin unglingur og meðvitaðri um sjálfa mig sem ég fattaði að ég væri eina stelpan að veiða. Og ég held að strákarnir sem ég veiði með gleymi því oft. Allavega hika þeir ekki við að leysa vind í bílnum á leiðinni. En þetta er aðeins að breytast, það eru fleiri og fleiri konur farnar að veiða og ég fæ reglulega pósta frá stelpum sem eru áhugasamar en vita ekki hvar þær eiga að byrja.“

„Fyrir mér er veiðin samofin tilverunni. Um leið og sumarið kemur þá fer ég að velta því fyrir mér hvar laxinn sé. Höfuðið á mér er alltaf á fleygiferð en þegar ég veiði get ég einbeitt mér að því sem ég er að gera. Það er yndislegt að vera úti í náttúrunni, utan þjónustusvæðis, og mér finnst ekkert verra að vera ein. Ég held þetta sé það eina sem ég get gert ein míns liðs. Bara ég og stöngin og kannski nokkrar rollur. Maður verður svo lítill svona í náttúrunni því hún er svo stór og mikilfengleg.“

  

Fluguveiðar eru Völu í blóð bornar: sem barn fór hún til nágrannans og skipti fiskinum sem hún hafði veitt sjálf fyrir súkkulaðistykki. Hún heldur að ljósmyndir af henni átta mánaða gamalli, hangandi utan á pabba sínum þar sem hann stendur við ána og veiðir, færu ekki vel í barnaverndaryfirvöld á 21. öldinni.

„Þegar ég var lítil, kannski bara 4-5 ára, þá rétti pabbi mér maðk og bað mig um að geyma hann. Allan daginn spurði ég reglulega „pabbi, ætlarðu að nota minn orm núna?“ alveg þangað til að það var komið að síðasta kastinu. Þá setti hann maðkinn minn á öngulinn, allan kraminn og soðinn eftir að hafa verið í lófanum á mér í sex tíma. Þannig hélt hann mér góðri og spenntri allan daginn.“

„Ég byrjaði svo lítil í þessu að það var ekki fyrr en ég var orðin unglingur og meðvitaðri um sjálfa mig sem ég fattaði að ég væri eina stelpan að veiða. Og ég held að strákarnir sem ég veiði með gleymi því oft. Allavega hika þeir ekki við að leysa vind í bílnum á leiðinni. En þetta er aðeins að breytast, það eru fleiri og fleiri konur farnar að veiða og ég fæ reglulega pósta frá stelpum sem eru áhugasamar en vita ekki hvar þær eiga að byrja.“

„Fyrir mér er veiðin samofin tilverunni. Um leið og sumarið kemur þá fer ég að velta því fyrir mér hvar laxinn sé. Höfuðið á mér er alltaf á fleygiferð en þegar ég veiði get ég einbeitt mér að því sem ég er að gera. Það er yndislegt að vera úti í náttúrunni, utan þjónustusvæðis, og mér finnst ekkert verra að vera ein. Ég held þetta sé það eina sem ég get gert ein míns liðs. Bara ég og stöngin og kannski nokkrar rollur. Maður verður svo lítill svona í náttúrunni því hún er svo stór og mikilfengleg.“

 

 

Ísland er stór
leikvöllur.

 

 

 

 

 

 

Léttskýjaður dagur með hægum
vindi er guðsgjöf í huga Emils Þórs
Guðmundssonar.

Ísland er stór
leikvöllur

 

Léttskýjaður dagur með hægum
vindi er guðsgjöf í huga Emils Þórs
Guðmundssonar.

  

Hjólreiðakappinn Emil lærði aldrei að grípa bolta því hann var svo upptekinn við að hjóla þvers og kruss um bæinn. Hann segir að hjólreiðar séu í sjálfu sér ekkert ósvipaðar fjallgöngum og að allir sem geti gengið upp og niður fjallgeti hjólað sömu leið - það sé bara miklu skemmtilegra að hjóla.

„Ég opnaði hjólaverslunina Kríu til að búa til fleiri hjólanördaá Íslandi. Þetta er algjört nördasport. En eru ekki öll sport þannig? Þú verður allavega mjög skrítinn ef þú ferð á kaf í þetta. Maður hefur alveg heyrt um hjónaskilnaði þar sem annar aðilinn var ekki tilbúinn að slaka á í hjólageðveikinni.“

„Við búum á landi sem er einn stór leikvöllur. Algjör perla. Ég hef hjólað ansi víða og er alltaf í leit að einhverju nýju en það er best að vera á heimavelli. Landslagið er svo fjölbreytt. Þú getur vissulega fundið allt það sama í Bandaríkjunum en þar er bara svo langt á milli. Hér geturðu hjólað í þrjá tíma og séð hveri og jökla og hvað eina og svo er maður líka miklu fljótari að komast að slóðunum. Auðvitað á maður einhverja leynistaði sem maður vill helst ekki gefa upp. Landið er líka viðkvæmt og þolir ekki mikinn ágang. Það er mjög mikilvægt að fara ekki út fyrir slóða heldur passa upp á umhverfið og sýna því og þeim sem maður hittir á leiðinni virðingu.“

„Þetta kemur svolítið í bylgjum hjá mér. Það er til svo mikið af ólíkum hjólreiðum. Ég hef tekið BMX tímabil, fjallahjólatímabil, götuhjólatímabil; Þetta er svolítið eins og í tónlist: þú hlustar á eitthvað slappt pönk þegar þú ert ungur en svo fattarðu að það er ekki endilega málið í matarboði. Og þá ferðu að kanna eitthvað nýtt.“

  

Hjólreiðakappinn Emil lærði aldrei að grípa bolta því hann var svo upptekinn við að hjóla þvers og kruss um bæinn. Hann segir að hjólreiðar séu í sjálfu sér ekkert ósvipaðar fjallgöngum og að allir sem geti gengið upp og niður fjall geti hjólað sömu leið - það sé bara miklu skemmtilegra að hjóla.

„Ég opnaði hjólaverslunina Kríu til að búa til fleiri hjólanördaá Íslandi. Þetta er algjört nördasport. En eru ekki öll sport þannig? Þú verður allavega mjög skrítinn ef þú ferð á kaf íþetta. Maður hefur alveg heyrt um hjónaskilnaði þar sem annar aðilinn var ekki tilbúinn að slaka á í hjólageðveikinni.“

 

„Við búum á landi sem er einn stór leikvöllur. Algjör perla.Ég hef hjólað ansi víða og er alltaf í leit að einhverju nýju en það er best að vera á heimavelli. Landslagið er svo fjölbreytt. Þú getur vissulega fundið allt það sama í Bandaríkjunum en þar er bara svo langt á milli. Hér geturðu hjólað í þrjá tíma og séð hveri og jökla og hvaðeina og svo er maður líka miklu fljótari að komast að slóðunum. Auðvitað á maður einhverja leynistaði sem maður vill helst ekki gefa upp. Landið er líka viðkvæmt og þolir ekki mikinn ágang. Það er mjög mikilvægt að fara ekki út fyrir slóða heldur passa upp á umhverfið og sýna því og þeim sem maður hittir á leiðinni virðingu.“

„Þetta kemur svolítið í bylgjum hjá mér. Það er til svo mikið af ólíkum hjólreiðum. Ég hef tekið BMX tímabil, fjallahjólatímabil, götuhjólatímabil; Þetta er svolítið eins og í tónlist: þú hlustar á eitthvað slappt pönk þegar þú ert ungur en svo fattarðu að það er ekki endilega málið í matarboði.Og þá ferðu að kanna eitthvað nýtt.“

 

 

 

Ekkert hlaup
er of erfitt.

 

Það er allt hægt ef þú undir býrð þig
nógu vel, segir Elísabet Margeirsdóttir.

Ekkert hlaup
er of erfitt.

 

Það er allt hægt ef þú undir býrð þig
nógu vel, segir Elísabet Margeirsdóttir.

  

   

 

Fjallageitin Elísabet segist standa sig vel í utanvegahlaupum því hún sé búin að stunda þau svo lengi. Líkaminn sé búinn að venjast átökunum og reynslan sé mikilvægari en allt annað þegar komi að því að keppa. Hún hljóp Laugaveginn 2009 en segist hafa tekið stóra skrefið þegar hún skráði sig í 100 km hlaup tveimur árum síðar.

„Ef þú fílar utanvegahlaup þá taka þau svolítið yfir lífið. Það er ákveðinn lífsstíll sem fylgir því að vera stöðugt að þjálfa og halda sér í formi. Sem betur fer gerir maður líka annað, en þetta er samt grunnurinn. Fólk sem þekkir mig veit alveg að það nær ekkert í mig fyrir hádegi um helgar.“

„Eftir ákveðinn tíma kemstu í vímu þegar adrenalínið er farið að leiða þig áfram. Maður sónar alveg út. Þú ert að hlaupa á flottustu hlaupaleiðum í heimi og nýtur hverrar mínútu. En þegar fæturnir verða mjög þreyttir og vöðvarnir eru farnir að öskra og maginn allur kominn í rugl, þá er maður bara að díla við það. Það er vissulega til fólk sem hleypur og þjáist allan tímann, fólk sem fer langt yfir mörkin. Ég kýs frekar að þjálfa vel þannig að ég geti klárað hlaupið með reisn.“

„Andlega hliðin þjálfast líka og venst. Oft eru æfingarnar erfiðari en sjálf keppnin því þá er maður svo kvíðinn. Þegar þú ert á fimm tíma æfingu, að hlaupa sömu leiðina í tíunda sinn, þá fer hugurinn á flug: „Af hverju er ég að þessu? Mig langar að hætta! Ég ætla aldrei að gera þetta aftur.“ En í hlaupinu sjálfu skiptir engu máli hvort það sé 5 eða 100 tímar. Þú lætur þér ekki leiðast nema að undirbúningurinn hafi verið ónægur eða hugarfarið ekki rétt. Þá ertu kannski ekki að þessu fyrir sjálfa þig eða bara til að strika það út af einhverjum lista.“

  

  

Fjallageitin Elísabet segist standa sig vel í utanvegahlaupum því hún sé búin að stunda þau svo lengi. Líkaminn sé búinn að venjast átökunum og reynslan sé mikilvægari en allt annað þegar komi að því að keppa. Hún hljóp Laugaveginn 2009 en segist hafa tekið stóra skrefið þegar hún skráði sig í 100 km hlaup tveimur árum síðar.

„Ef þú fílar utanvegahlaup þá taka þau svolítið yfir lífið. Það er ákveðinn lífsstíll sem fylgir því að vera stöðugt að þjálfa og halda sér í formi. Sem betur fer gerir maður líka annað, en þetta er samt grunnurinn. Fólk sem þekkir mig veit alveg að það nær ekkert í mig fyrir hádegi um helgar.“ 

„Eftir ákveðinn tíma kemstu í vímu þegar adrenalínið er farið að leiða þig áfram. Maður sónar alveg út. Þú ert að hlaupa á flottustu hlaupaleiðum í heimi og nýtur hverrar mínútu. En þegar fæturnir verða mjög þreyttir og vöðvarnir eru farnir að öskra og maginn allur kominn í rugl, þá er maður bara að díla við það. Það er vissulega til fólk sem hleypur og þjáist allan tímann, fólk sem fer langt yfir mörkin. Ég kýs frekar að þjálfa vel þannig að ég geti klárað hlaupið með reisn.“

„Andlega hliðin þjálfast líka og venst. Oft eru æfingarnar erfiðari en sjálf keppnin því þá er maður svo kvíðinn. Þegar þú ert á fimm tíma æfingu, að hlaupa sömu leiðina í tíunda sinn, þá fer hugurinn á flug: „Af hverju er ég að þessu? Mig langar að hætta! Ég ætla aldrei að gera þetta aftur.“ En í hlaupinu sjálfu skiptir engu máli hvort það sé 5 eða 100 tímar. Þú lætur þér ekki leiðast nema að undirbúningurinn hafi verið ónægur eða hugarfarið ekki rétt. Þá ertu kannski ekki að þessu fyrir sjálfa þig eða bara til að strika það út af einhverjum lista.“

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK