Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Rekaviður samtímans

Plast er nokkurs konar rekaviður samtímans. Þetta er að sjálfssögðu rusl og mengun, en á sama tíma er þetta nær óþrjótandi auðlind ef þessu er komið í einhver nyt. 

Áætlað er að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiski. Hægt er að endurvinna plast en það er ekki eins einfalt og maður gæti haldið. Það eru til margar mismunandi týpur af plasti og það þarf að flokka gætilega hvaða plast hentar fyrir mismunandi endurvinnsluaðferðir. Plastið þarf líka að vera hreint. 

16. september 2017 er alþjóðlegur hreinsunardagur strandlengjuna eða International coastal clean-up day. Í myndbandinu hér fyrir neðan er sýnt hvernig hægt er að framleiða girðingarstaura úr plasti sem rekur á fjörur, líkt og bændur hafa nýtt rekavið í girðingarstaura í gegnum aldirnar.

Studio Eyjolfsson hefur sérhæft sig í efni, samhengi og frásögn. Þeir komu auga á ákveðin líkindi með plastinu í hafinu og rekavið. Við fórum að leika okkur með hugmyndir um hvernig þetta liti út ef við myndum horfa á plastið sem auðlind til að nýta frekar en bara rusl. Svo kynntumst við honum Víði, en hann rekur verksmiðjuna Durinn ehf. sem framleiðir girðingarstaura, pakkastoðir og fleira úr endurunnu plasti. Upp úr þessu spratt hugmyndin að stauragaurunum. Bændur sem nýta rekann og búa til sína eigin girðingarstaura, ekki úr rekavið heldur plasti, segir Garðar Eyjólfsson.

Stauragaurar

Kristján Ketilsson og Þórður Guðnason frá Köldukinn eru bændurnir í myndinni. Þeir eru nú hvorugir með búskap, en hestamenn og öflugir í smalamennsku og því flinkir í girðingavinnu. Hundurinn Blesi stelur senunni svolítið, en hann var mikill meistari en dó því miður í sumar.

Myndin er sett fram svolítið eins og hún sé staðlaus. En ströndin og girðingin eru í Selvoginum, og verksmiðjan er á Hrauni í Ölfusi, sem er í svona 15 mínútna fjarlægð.

Óskar Kristinn Vignisson skaut og klippti myndbandið og tónlistin er eftir Martein Sindra. 

eyjolfsson.com

#studioeyjolfsson

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK